Ríkisendurskoðun gagnrýnir agaleysi í fjármálum ríkisstofnana 15. ágúst 2007 15:59 Sigurður Þórðarson forstjóri ríkisendurskoðunnar: Gagnrýnir agaleysið í fjármálum ríkisstofnanna. "Ríkisendurskoðun gagnrýnir agaleysið sem einkennir framkvæmd fjárlaga og má bæði rekja til forstöðumanna stofnana og stjórnenda þeirra ráðuneyta sem þær heyra undir. Brýnt er að stofnanir og ráðuneyti sem hlut eiga að máli ráði sem fyrst bót á þessum vanda."Þetta segir m.a. í frétt frá Ríkisendurskoðun um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári en skýrsla stofnfunarinnar er nú til umræðu á fundi fjárlaganefndar alþingis. Fram kemur að í lok árs 2006 voru um tveir af hverjum þremur fjárlagaliðum í A-hluta ríkisins annaðhvort með of- eða vannýttar heimildir umfram 4% vikmörk reglugerðar um framkvæmd fjárlaga. Fjárlagaliðum í halla fækkaði nokkuð frá árinu 2005 þegar þeir voru 96 (19,6%) en í heild jókst halli þeirra úr um 8 milljarða kr. árið 2005 í um 13,7 milljarða kr. árið 2006. Ríkisendurskoðun bendir á að það sé Alþingis að ákvarða umfang opinberrar þjónustu með fjárlögum hvers árs. Forstöðumenn einstakra ríkisstofnana hafa engu að síður tekið sér vald til að auka þjónustuna eða draga úr henni frá því sem löggjafinn hefur mælt fyrir um og ákvarðað er með fjárveitingum til stofnananna. Í þessu samhengi bendir Ríkisendurskoðun á að forstöðumönnum ríkisstofnana ber skilyrðislaust að reka stofnanir sínar innan fjárheimilda og leitast við að tryggja að svo sé. Brot á þeim starfsskyldum þýða lögum samkvæmt áminningu eða lausn frá störfum. Það heyrir hins vegar til algjörra undantekninga að ráðuneyti beiti slíkum viðurlögum og verður að telja það brotalöm á verklagi við framkvæmd fjárlaga. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
"Ríkisendurskoðun gagnrýnir agaleysið sem einkennir framkvæmd fjárlaga og má bæði rekja til forstöðumanna stofnana og stjórnenda þeirra ráðuneyta sem þær heyra undir. Brýnt er að stofnanir og ráðuneyti sem hlut eiga að máli ráði sem fyrst bót á þessum vanda."Þetta segir m.a. í frétt frá Ríkisendurskoðun um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári en skýrsla stofnfunarinnar er nú til umræðu á fundi fjárlaganefndar alþingis. Fram kemur að í lok árs 2006 voru um tveir af hverjum þremur fjárlagaliðum í A-hluta ríkisins annaðhvort með of- eða vannýttar heimildir umfram 4% vikmörk reglugerðar um framkvæmd fjárlaga. Fjárlagaliðum í halla fækkaði nokkuð frá árinu 2005 þegar þeir voru 96 (19,6%) en í heild jókst halli þeirra úr um 8 milljarða kr. árið 2005 í um 13,7 milljarða kr. árið 2006. Ríkisendurskoðun bendir á að það sé Alþingis að ákvarða umfang opinberrar þjónustu með fjárlögum hvers árs. Forstöðumenn einstakra ríkisstofnana hafa engu að síður tekið sér vald til að auka þjónustuna eða draga úr henni frá því sem löggjafinn hefur mælt fyrir um og ákvarðað er með fjárveitingum til stofnananna. Í þessu samhengi bendir Ríkisendurskoðun á að forstöðumönnum ríkisstofnana ber skilyrðislaust að reka stofnanir sínar innan fjárheimilda og leitast við að tryggja að svo sé. Brot á þeim starfsskyldum þýða lögum samkvæmt áminningu eða lausn frá störfum. Það heyrir hins vegar til algjörra undantekninga að ráðuneyti beiti slíkum viðurlögum og verður að telja það brotalöm á verklagi við framkvæmd fjárlaga.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira