Innlent

Skrúðganga við verkamannabústaðina við Hringbraut

Hátíðahöld í tilefni 75 ára afmælis verkamannabústaðanna við Hringbraut í Reykjavík hefjast hefjast kl 14:30 í dag með skrúðgöngu frá horni Ásvallagötu og Hofsvallagötu undir blæstri Lúðrasveitar verkalýðsins. Gengið verður umhverfis bústaðina með viðkomu hjá styttu Héðins Valdimarssonar.

Að lokinni skrúðgöngu kl. 15:00 verður afmælisdagskrá sett í portinu milli Hringbrautar, Ásvallagötu, Hofsvallagötu og Bræðraborgarstígs. Flutt verða ávörp, boðið verður upp á leiðsögn um bústaðina, tvö atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi, harmonikkuleik, myndlistarsýningu, leiktæki fyrir börn og fullorðna og kveðnar verða vísur Jóhanns Garðars sem bjó á Ásvallagötu 59. Íbúar hverfisins, brottfluttir verkóbúar, afkomendur frumbyggja og fjölskyldur eru hvattir til að mæta með börn, barna- og barnabarnabörn. Kaffiveitingar verða í boði Húsfélags alþýðu. Þeir sem vilja grilla síðdegis komi með matinn en í portinu verða heit grill og annað sem til þarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×