Innlent

Sviptur ökuréttindum eftir hraðakstur

Maðurinn má búast við hárri sekt eftir hraðaksturinn
Maðurinn má búast við hárri sekt eftir hraðaksturinn

Ökumaður á bifhjóli reyndi að stinga lögregluna á Suðurnesjum af í nótt en hann var mældur á 133 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 km. Lögreglan náði að stöðva ökumanninn og fór hann fótgangandi heim til sín eftir að hann hafði verið sviptur ökuréttindum á staðnum. Í ljós kom að hann hafði auk þess ekki réttindi til þess að aka bifhjóli og má hann búast við hárri sekt fyrir hraðaksturinn.

Þá var ökumaður stöðvaður á Hafnarvegi í Reykjanesbæ og við skoðun kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum áður. Hann hafði jafnframt sett númeraplötur af annarri bifreið á sína eigin, þar sem hún var hvorki skráð og né á númerum. Bifreiðin var auk þess ótryggð.

Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur á Suðurnesjum í nótt en þar var einnig mikið um hraðakstur. Átta ökumenn voru kærðir á Reykjanesbrautinni og sá sem ók hraðast mældist á 139 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×