Innlent

Aðgerðir lífeyrissjóða muni rústa afkomu þúsunda Íslendinga

MYND/Hari

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir eindreginni andstöðu við skerðingu lífeyrissjóða á greiðslum til öryrkja og segirvegið harkalega að því samtryggingarhlutverki sem lífeyrissjóðunum sé ætlað og sé grundvöllur skylduaðildar landsmanna að lífeyrissjóðum.

Í ályktun frá stjórn Öryrkjabandalagsins er bent á að fleiri lífeyrissjóðir en þeir sem þegar hafa skert greiðslur til öryrkja hafi tilkynnt um aðgerðir og að óbreyttu munu aðgerðir sjóðanna rústa afkomu þúsunda Íslendinga á næstu tveimur til þremur árum.

Skorar bandalagið á stjórnvöld að tryggja þeim sem verða fyrir skerðingu eða niðurfellningu greiðslna af hálfu lífeyrissjóða þegar í stað fullan lífeyri á móti. Jafnframt er skorað á aðildarfélög ASÍ, sem eiga fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóðanna, að beita sér nú af réttsýni í þágu þeirra félagsmanna sinna sem mest þurfa á stuðningi heildarsamtaka launafólks að halda nú fyrir jólin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×