Við rifjuðum um norræna bankaskýrslu í fréttum okkar í gær sem sýndi meiri vaxtamun hér og góða eiginfjárstöðu bankanna.
Jón segir að í skýrslunni segi berum orðum að bankarnir gætu staðið sig betur í því að lækka ýmsar álögur og kostnað sem leggst á almenning. Til þess hafi þeir alla fjárhagslega burði.
Hann segir eðlilegt að Samkeppniseftirlitið fái fyrst tækifæri til að ýta á eftir sínum aðfinnslum - en nú er hálft ár síðan eftirlitið beindi tilmælum til bankanna án þess að þeir hafi brugðist við. En vill hann hvetja bankana til að lækka álögur?
Jón segir það augljóst að þeir vilji hvetja bankana eindregið til að lækka álögur.
Jón segir menn hafa næga vitneskju um fjármál bankanna þó að bankarnir torveldi hinum almenna neytanda að skipta um banka með ýmsum leiðum.
Hann segir að það þurfi að upplýsa hinn almenna neytanda betur.