Margt í boði um verslunarmannahelgi 25. júlí 2007 18:59 Búið er að skipuleggja fjölda skemmtana um Verslunarmannahelgina. Hægt verður að fara á furðubátakeppni á Flúðun, nú eða skella sér á hagyrðingamót á Borgarfirði Eystri. Stærstu hátíðirnar eru þó eins og síðustu ár Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og Ein með öllu á Akureyri. Meðal dagskrárliða á Þjóðhátíð er brekkusöngur Árna Johnsen og hljómsveitir eins og Á móti sól, Í svörtum fötum og XXX Rottweiler munu leika fyrir dansi. Á Akureyri verður sérstök áhersla lögð á yngstu kynslóðina og munu meðal annars Bína og Búri, Bjössi Bolla og Orri trúður skemmta henni. Þá munu hljómsveitirnar Stuðmenn og Sniglabandið og söngvararnir Páll Óskar og Björgvin Halldórsson stíga á stokk. Af öðrum þekktum hátíðum um verslunarmannahelgi má nefna Síldarævintýrið á Siglufirði þar sem Geirmundur Valtýsson er meðal þeirra sem munu skemmta mannskapnum og Neistaflug á Neskaupsstað þar sem til að mynda Todmobile mun halda uppi fjörinu. Ekkert bindindismót verður í Galtalæk í ár en þar verður tjaldstæðið opið gestum og gangandi, kveikt verður á varðeld og plötusnúðurinn Friðrik KD mun þeyta skífur. Þeir sem vilja eitthvað minna og öðruvísi um verslunarmannahelgina geta til dæmis tekið þátt í furðubátakeppni á Flúðum, skellt sér á hagyrðingamót á fjölskylduhátíðinni Álfaborgarséns á Borgarfirði eystri nú eða kynnt sér höggmyndagarð Sólheima í Grímsnesi undir handleiðslu Hrafnhildar Scram, listfræðings. Að lokum er vert að benda á að innihátíðin Innipúkinn verður haldinn á Organ við Naustin í ár þar sem fjölmargar hljómsveitir munu koma fram og á skemmtistaðnum Players í Kópavogi verður slegið upp sveitaballi með hljómsveitunum Start og Brimkló. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Sjá meira
Búið er að skipuleggja fjölda skemmtana um Verslunarmannahelgina. Hægt verður að fara á furðubátakeppni á Flúðun, nú eða skella sér á hagyrðingamót á Borgarfirði Eystri. Stærstu hátíðirnar eru þó eins og síðustu ár Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og Ein með öllu á Akureyri. Meðal dagskrárliða á Þjóðhátíð er brekkusöngur Árna Johnsen og hljómsveitir eins og Á móti sól, Í svörtum fötum og XXX Rottweiler munu leika fyrir dansi. Á Akureyri verður sérstök áhersla lögð á yngstu kynslóðina og munu meðal annars Bína og Búri, Bjössi Bolla og Orri trúður skemmta henni. Þá munu hljómsveitirnar Stuðmenn og Sniglabandið og söngvararnir Páll Óskar og Björgvin Halldórsson stíga á stokk. Af öðrum þekktum hátíðum um verslunarmannahelgi má nefna Síldarævintýrið á Siglufirði þar sem Geirmundur Valtýsson er meðal þeirra sem munu skemmta mannskapnum og Neistaflug á Neskaupsstað þar sem til að mynda Todmobile mun halda uppi fjörinu. Ekkert bindindismót verður í Galtalæk í ár en þar verður tjaldstæðið opið gestum og gangandi, kveikt verður á varðeld og plötusnúðurinn Friðrik KD mun þeyta skífur. Þeir sem vilja eitthvað minna og öðruvísi um verslunarmannahelgina geta til dæmis tekið þátt í furðubátakeppni á Flúðum, skellt sér á hagyrðingamót á fjölskylduhátíðinni Álfaborgarséns á Borgarfirði eystri nú eða kynnt sér höggmyndagarð Sólheima í Grímsnesi undir handleiðslu Hrafnhildar Scram, listfræðings. Að lokum er vert að benda á að innihátíðin Innipúkinn verður haldinn á Organ við Naustin í ár þar sem fjölmargar hljómsveitir munu koma fram og á skemmtistaðnum Players í Kópavogi verður slegið upp sveitaballi með hljómsveitunum Start og Brimkló.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Sjá meira