Innlent

Snæfellsbær tapar 2 milljörðum vegna niðurskurðar á þorskkvóta

Rif í Snæfellsbæ.
Rif í Snæfellsbæ. MYND/JS

Snæfellsbær verður af rúmum 2 milljörðum króna vegna niðurskurðar á aflaheimildum í þorski á næsta fiskveiðiári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bæjarráði Snæfellsbæjar. Ráðið telur einboðið að aðgerðirnar muni hafa mikil neikvæð áhrif á samfélagið.

Í yfirlýsingunni kemur fram að bæjarráðið treysti því að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar muni draga úr þeim gríðarlega miklu neikvæðu áhrifum sem skerðing þorskkvótans hefur í bæjarfélaginu. Þá lýsir ráðið sig tilbúið til að vinna með ríkisstjórninni að tillögum til aðgerða og óskar eftir fundi eins fljótt og hægt er.

Ennfremur kemur fram í yfirlýsingunni að ráðið fagni þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að tryggja fjármagn til að ljúka framkvæmdum á Fróðárheiði á árunum 2009 til 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×