Innlent

Aukafréttatími Stöðvar 2 á Vísi

Í kvöld verða ráðherralistar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar kynntir. Um leið og tíðindi berast úr herbúðum flokkana fer í loftið bein útsending á Stöð 2 og hér á Vísi.

Flokksstjórn Samfylkingarinnar hittist á Hótel Sögu en fyrst hittist þingflokkurinn. Síðan er gert ráð fyrir því að Ingibjörg Sólrún kynni ráðherralista flokks síns.

Sjálfstæðismenn halda nú flokksráðsfund og síðan verður þingflokksfundur haldinn. Að því loknu er búist við að Geir kynni ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×