Innlent

Framsóknarmenn þöglir um framtíð formannsins

Framsóknarmenn gefa ekkert uppi um framtíð Jóns Sigurðssonar formanns flokksins og sjálfur tjáir hann sig ekki við fjölmiðla. Siv Friðleifsdóttir var í dag kjörin þingflokksformaður flokksins og segjast þingmenn Framsóknar ætlað að veita frjálshyggjustjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar harða stjórnarandstöðu.

Framsóknarmenn komu saman til þingflokksfundar í Alþingishúsinu í dag þar sem Siv Friðleifsdóttir var kjörin þingflokksformaður flokksins en Magnús Stefánsson og Birkir Jón Jónsson voru kjörnir meðstjórnendur. Siv segir framsóknarmenn undirbúa sumarþing sem sé framundan. Þeir muni veita þeirri frjálshyggjustjórn sem nú sé í burðarliðnum harða stjórnarandstöðu.

Við greindum frá því í Íslandi í dag í gærkvöldi, að Jón Sigurðsson hefði sagt sínum nánustu samstarfsmönnum að hann hyggðist láta af embætti formanns flokksins. Þegar Siv var spurð um framtíð formanns flokksins vildi hún ekkert um hana segja og benti á formanninn sjálfan í þeim efnum. Jón Sigurðsson vildi hins vegar ekkert við fréttamenn tala þegar hann kom út af þingflokksfundi flokksins.

Þegar Siv var spurð um framtíð formanns flokksins vildi hún ekkert um hana segja og benti á formanninn sjálfan í þeim efnum. Jón Sigurðsson vildi hins vegar ekkert við fréttamenn tala þegar hann kom út af þingflokksfundi flokksins.

Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins var álíka fámáll um framtíð formannsins en sagði Framsóknarmenn meta hann mikils. Jón myndi sjálfur greina frá framtíð sinni innan flokksins. Guðni hélt áfram að saka eigendur DV um að hafa blandað sér með óeðlilegum hætti í kosningabaráttuna nokkrum dögum fyrir kosningar.

Þegar varaformaðurinn var spurður hvort framsóknarmenn þyrftu ekkert að horfa í eigin barm, sagði hann framsóknarmenn hafa átt í innanflokksátökum á kjörtímabilinu, sem sennilega hefðu einnig haft sitt að segja um útkomu flokksins í kosningunum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×