Innlent

Ísland til fyrirmyndar varðandi fæðingarorlof

Evrópskir félags- og jafnréttismálaráðherrar.
Evrópskir félags- og jafnréttismálaráðherrar. MYND/by

Íslenska foreldra- og fæðingarorlofskerfið er góð fyrirmynd fyrir önnur Evrópuríki að mati Ursulu von der Leyen, félagsmálaráðherra Þýskalands. Þetta kom fram á máli hennar á blaðamannafundi í tengslum við ráðstefnu félags- og jafnréttismálaráðherra í Evrópu sem haldin var í síðustu viku.

Frá þessu er sagt í frétt frá félagsmálaráðuneytinu.

Á ráðstefnunni vakti íslenska foreldra- og fæðingarorlofskerfið sérstaka athygli fundargesta. Þótti mönnum áhugavert að sjá hversu vel íslenskir karlmenn nýta rétt sinn til fæðingarorlofs. Að meðaltali nýta 90 prósent íslenskra karlmanna rétt sinn til fæðingarorlofs og er það miklu meiri þátttaka en þekkist í öðrum löndum.

Ursula von der Leyen sagði á blaðamannafundi eftir ráðstefnuna að íslenska kerfið væri góð fyrirmynd fyrir önnur Evrópuríki.

Þá kom einnig fram í frétt félagsmálaráðuneytisins að ýmsir fundarmenn hafi sýnt áhuga á að fá sendar frekari upplýsingar um íslensku lögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×