Innlent

Á yfir 170 kílómetra hraða á Miklubraut

MYND/Heiða

Þrír menn hafa verið gripnir á síðustu fjórum dögum á yfir 140 kílómetra hraða á höfuðborgarsvæðinu. Þannig var tæplega þrítugur maður tekinn á 142 kílómetra hraða á Hringbraut á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardagsins var 17 ára piltur gripinn eftir að hafa ekið á 171 kílómetra hraða á Miklubraut. Báðir voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða.

Þá var þriðji ökumaðurinn staðinn að hraðasktri á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöld en hann mældist á 144 kílómetra hraða. Fimm aðrir ökumenn eiga ökuleyfissviptingu yfir höfði sér eftir akstur helgarinnar en einn þeirra ók langt yfir leyfðum hámarkshraða í íbúðargötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×