Innlent

Sumarið kemur seinna

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Ísafirði í morgun.
Ísafirði í morgun. MYND/Vilhelm

Það er í alvörunni 22. maí. Samkvæmt dagatalinu allavega

Þeim sem þurftu að skafa af bílum sínum í morgun væri þó fyrirgefið að halda að þeir hafi tekið feil á dagsetningunni.

Í gær börðust sól, hagl, rigning, snjókoma og hávaðarok um athygli veðurbarinna landsmanna. Hálkan kom mönnum í opna skjöldu og skautuðu nokkrir bílar út af Reykjanesbrautinni, en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega.

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir þetta veður eðlilegt á þessum árstíma og að það ætti ekki að koma neinum á óvart. Lægð, ættuð frá Grænlandi sé sunnan við land og sjái okkur fyrir þessu huggulega vorveðri. Kalt sé í háloftunum og í hvössu veðri falli snjókorn hratt niður úr háum éljaklökkum og nái því ekki að bráðna. Því snjói í fimm stiga hita eins og gerst hefur síðustu daga.

Sigurður segir að sumarið sé væntanlegt um eða uppúr næstu helgi, en þangað til má búast við svipuðu veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×