Innlent

Valt með átján tonn af fiski

Stór fiskflutningabíll ásamt tengivagni ultu á hliðina í gær þegar vegkantur á Þverfjallsvegi í Skagafirði gaf sig undan þunga þeirra. Ökumaður slapp ómeiddur. 

Um það bil átján tonn af lausum ferskum fiski var í körum á bílnum og vagninum og köstuðust farmarnir út í hliðarnar við veltuna. Kallað var á björgunarsveit til aðstoðar og tókst að bjarga nær öllum fiskinum óskemmdum yfir í annan flutningabíl.

Talið er að rekja megi óhappið til mikilla vegaframkvæmda á svæðinu, en við þær aðstæður þarf stundum að aka bílum um ófullgerða vegakafla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×