Lífið

Alec Baldwin hefur í hótunum við dóttur sína

Alec og Kim árið 1999 - áður en harðvítugur skilnaður gekk í garð
Alec og Kim árið 1999 - áður en harðvítugur skilnaður gekk í garð MYND/Getty Images

Leikararnir Alec Baldwin og Kim Basinger hafa barist um forræði dóttur sinnar Ireland, sem er 11 ára gömul, í meira en þrjú ár en þau skildu árið 2001 eftir átta ára hjónaband. Í byrjun höfðu þau sameiginlegt forræði en Ireland býr nú með móður sinni í Los Angeles þar sem hún gengur í skóla en Alec býr í New York.

Hófst forræðisdeilan eftir að parið hóf að ásaka hvort annað um að brjóta á umgengisrétti sínum. Það hefur færst aukin harka í deiluna eftir að talhólfsskilaboð Alec til dóttur sinnar láku á internetið en þar hefur hann í hótunum við hana. Það var vefsíðan TMZ sem birti skilaboðin í gær.

Í skilaboðunum skammar Baldwin dóttur sína fyrir að hafa ekki svarað símtali sínu eins og hún hafi ætlað að gera. Kallar hann hana ,,dónalegt lítið svín" og segist þurfa að ,,kenna henni lexíu," - ,,þetta sé í síðasta skipti sem hún niðurlægi hann".

Fjölmiðlafulltrú Alecs segir leikarann viðurkenna að hann hefði átt að gæta orðalags síns við dóttur sína, en allir sem þekki hann persónulega viti hvað hann hafi gengið í gegn um síðastliðin sex ár. Fulltrúi Kim svarar þessu með því að benda á að talhólfsskilaboðin segi allt sem segja þurfi og neitaði frekari umsögn um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.