Innlent

Foreldrar virði útivistarreglur ungmenna í sameiningu

Frá Menningarnótt.
Frá Menningarnótt.

Lögreglan hvetur foreldra til að standa saman að því að útivistarreglur séu virtar nú þegar sól hækkar á lofti og skólunum fer að ljúka. Í tilkynningu frá lögreglunni er foreldrum bent á að þau beri ábyrgð á börnum sínum til a.m.k. 18 ára aldurs en að sumarið sé sá tími þegar mest lausung sé á krökkunum.

Foreldrar þurfi að vera sérstaklega vakandi fyrir viðburðum eins og prófalokum, hvítasunnunni, fyrstu útborguninni, 17. júní, verslunarmannahelginni og Menningarnótt. Rannsóknir hafi sýnt að stór hópur ungmenna stígi sín fyrstu skref út í neyslu í kringum atburði sem þessa og því mikilvægt að foreldrar séu vakandi fyrir því að senda börnin sín ekki eftirlitslaus á útihátíðir og fylgist vel með því sem krakkarnir eru að gera.

Þá er því beint til foreldra að kaupa hvorki áfengi né tóbak fyrir börnin sín. Sé það gert er um leið verið að samþykkja að börnin reyki og neyti áfengis. Þá hvetur lögregla foreldra til að verja tíma með börnunum sínum og tengjast þeim vel, það sé besta forvörnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×