Öryggismyndavélar veita ekki alltaf öryggi 24. janúar 2007 12:30 Öryggismyndavélar eru víða um borgina og telja sjálfsagt flestir að vélarnar veiti þeim öryggi. Það er þó ekki alltaf svo. Kristín Ása Einarsdóttir skrapp fyrir skömmu um kvöldmatarleytið í göngutúr í Elliðaárdalnum til að viðra hundinn. Bílnum lagði hún á bílastæðið fyrir utan Árbæjarlaug. Þegar hún sneri aftur, 20 mínútum síðar, brá henni í brún. Þá búið að brjótast inn í bílinn og taka handtöskuna hennar. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi, bíræfnir þjófar eru reglulega á ferð um borgina, nema Kristín Ása sá sér til mikillar ánægju að bíllinn stóð í beinni sjónlínu við öryggismyndavél utan á Árbæjarlaug. Kristín segist hafa kannað það hvort myndir hefðu náðst af ræningjunum en fengið þau svör að slökkt væri á myndavélunum. Þegar Stöð 2 leitaði svara við því hvers vegna slökkt er á vélunum sagði Jens Á. Jónsson, forstöðumaður Árbæjarlaugar, að rekstraraðilum bæri ekki að vakta bílastæðið. Það hefði þó verið gert á upphafsárum laugarinnar en þegar á reyndi voru myndir úr vélunum ekki nógu skýrar. Menn sáust einfaldlega ekki nógu vel á myndunum. Í framhaldi af því hefði verið ákveðið að endurnýja ekki búnaðinn þegar hann bilaði. Hjá ÍTR fengust þær upplýsingar að öryggismyndavélar væru hvergi annars staðar á útisvæðum eða bílastæðum hjá mannvirkjum ÍTR - hvorki virkar né óvirkar. Sem fyrr er því besta vörnin - að skilja engin lokkandi verðmæti eftir í bílnum. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Öryggismyndavélar eru víða um borgina og telja sjálfsagt flestir að vélarnar veiti þeim öryggi. Það er þó ekki alltaf svo. Kristín Ása Einarsdóttir skrapp fyrir skömmu um kvöldmatarleytið í göngutúr í Elliðaárdalnum til að viðra hundinn. Bílnum lagði hún á bílastæðið fyrir utan Árbæjarlaug. Þegar hún sneri aftur, 20 mínútum síðar, brá henni í brún. Þá búið að brjótast inn í bílinn og taka handtöskuna hennar. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi, bíræfnir þjófar eru reglulega á ferð um borgina, nema Kristín Ása sá sér til mikillar ánægju að bíllinn stóð í beinni sjónlínu við öryggismyndavél utan á Árbæjarlaug. Kristín segist hafa kannað það hvort myndir hefðu náðst af ræningjunum en fengið þau svör að slökkt væri á myndavélunum. Þegar Stöð 2 leitaði svara við því hvers vegna slökkt er á vélunum sagði Jens Á. Jónsson, forstöðumaður Árbæjarlaugar, að rekstraraðilum bæri ekki að vakta bílastæðið. Það hefði þó verið gert á upphafsárum laugarinnar en þegar á reyndi voru myndir úr vélunum ekki nógu skýrar. Menn sáust einfaldlega ekki nógu vel á myndunum. Í framhaldi af því hefði verið ákveðið að endurnýja ekki búnaðinn þegar hann bilaði. Hjá ÍTR fengust þær upplýsingar að öryggismyndavélar væru hvergi annars staðar á útisvæðum eða bílastæðum hjá mannvirkjum ÍTR - hvorki virkar né óvirkar. Sem fyrr er því besta vörnin - að skilja engin lokkandi verðmæti eftir í bílnum.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira