Birmingham vann Tottenham í ótrúlegum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2007 17:51 Gus Poyet reynir að hughreysta Keane eftir að hann var rekinn af velli. Nordic Photos / Getty Images Birmingham vann Tottenham í ótrúlegum fimm marka leik þar sem Robbie Keane skoraði tvívegis en fékk að líta rauða spjaldið. Þetta var fyrsti leikur Birmingham undir stjórn Alex McLeish. Gary McSheffery kom Birmingham yfir en Keane skoraði tvívegis snemma í síðari hálfleik og kom Tottenham yfir, 2-1. Cameron Jerome jafnaði svo metin fyrir Birmingham en hetja leiksins var Sebastian Larsson sem skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti í lok leiksins. Robbie Keane var í byrjunarliði Tottenham, sem og Dimitar Berbatov og Darren Bent. Jermaine Defoe var á bekknum en hann er nýbúinn að jafna sig á flensu. Hjá Birmingham ákvað Alex McLeish að setja Maik Taylor aftur í markið og setti einnig Sebastian Larsson í byrjunarliðið, sem og Cameron James. Tottenham byrjaði betur í leiknum og komust þeir Keane og Bent í ágæt færi sem þeir misnotuðu. Það var þó Birmingham sem komst yfir í leiknum, McLeish til mikillar ánægju. Gary McSheffery skoraði markið úr vítaspyrnu eftir að Younes Kaboul braut á honum. Maik Taylor var í góðu formi í marki Birmingham og varði til að mynda vel frá Gareth Bale úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins. Staðan því 1-0 fyrir gestina í hálfleik. Juande Ramos gerði tvær breytingar á liði Tottenham í hálfleik. Jermaine Defoe kom inn á fyrir Bent og Tom Huddlestone fyrir Kaboul. En það var Robbie Keane sem kom Tottenham yfir í leiknum með tveimur mörkum á þremur mínútum. Fyrst úr vítaspyrnu á 50. mínútu eftir að brotið var á Dimitar Berbatov í vítateig Birmingham. Varamaðurinn Huddlestone lyfti svo boltanum inn fyrir vörn Birmingham þremur mínútum síðar þar sem Keane var mættur og skilaði knettinum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Dimitar Berbatov skot sem hafnaði í slá Birmingham-marksins. Það var svo á 62. mínútu að Birmingham jafnaði leikinn en þar var Cameron Jerome að verki. Hann lék á einn varnarmann Tottenham og skoraði með föstu skoti framhjá Paul Robinson markverði. Keane fékk svo að líta rauða spjaldið efitr að hafa brotið illa á Fabrice Muamba. Dómurinn var fremur umdeildur og ljóst að um helgina hafa menn fengið áminningu fyrir verri brot. Tottenham gaf ekkert eftir þrátt fyrir að vera manni færri. En leikmenn Birmingham voru skynsamir í leik sínum og náðu tvívegis að komast í gott færi á lokamínútunum. Fyrst fór boltinn af Mikael Forsell í stöngina á marki Tottenham en það var svo Sebastian Larsson sem endurgjaldaði nýja stjóranum traustið með því að þruma knettinum í efra markhornið af löngu færi. Glæsilegt mark og draumabyrjun McLeish með Birmingham. Birmingham er nú í tólfta sæti deildarinnar með fjórtán stig en Tottenham í því sextánda með tólf. Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Birmingham vann Tottenham í ótrúlegum fimm marka leik þar sem Robbie Keane skoraði tvívegis en fékk að líta rauða spjaldið. Þetta var fyrsti leikur Birmingham undir stjórn Alex McLeish. Gary McSheffery kom Birmingham yfir en Keane skoraði tvívegis snemma í síðari hálfleik og kom Tottenham yfir, 2-1. Cameron Jerome jafnaði svo metin fyrir Birmingham en hetja leiksins var Sebastian Larsson sem skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti í lok leiksins. Robbie Keane var í byrjunarliði Tottenham, sem og Dimitar Berbatov og Darren Bent. Jermaine Defoe var á bekknum en hann er nýbúinn að jafna sig á flensu. Hjá Birmingham ákvað Alex McLeish að setja Maik Taylor aftur í markið og setti einnig Sebastian Larsson í byrjunarliðið, sem og Cameron James. Tottenham byrjaði betur í leiknum og komust þeir Keane og Bent í ágæt færi sem þeir misnotuðu. Það var þó Birmingham sem komst yfir í leiknum, McLeish til mikillar ánægju. Gary McSheffery skoraði markið úr vítaspyrnu eftir að Younes Kaboul braut á honum. Maik Taylor var í góðu formi í marki Birmingham og varði til að mynda vel frá Gareth Bale úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins. Staðan því 1-0 fyrir gestina í hálfleik. Juande Ramos gerði tvær breytingar á liði Tottenham í hálfleik. Jermaine Defoe kom inn á fyrir Bent og Tom Huddlestone fyrir Kaboul. En það var Robbie Keane sem kom Tottenham yfir í leiknum með tveimur mörkum á þremur mínútum. Fyrst úr vítaspyrnu á 50. mínútu eftir að brotið var á Dimitar Berbatov í vítateig Birmingham. Varamaðurinn Huddlestone lyfti svo boltanum inn fyrir vörn Birmingham þremur mínútum síðar þar sem Keane var mættur og skilaði knettinum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Dimitar Berbatov skot sem hafnaði í slá Birmingham-marksins. Það var svo á 62. mínútu að Birmingham jafnaði leikinn en þar var Cameron Jerome að verki. Hann lék á einn varnarmann Tottenham og skoraði með föstu skoti framhjá Paul Robinson markverði. Keane fékk svo að líta rauða spjaldið efitr að hafa brotið illa á Fabrice Muamba. Dómurinn var fremur umdeildur og ljóst að um helgina hafa menn fengið áminningu fyrir verri brot. Tottenham gaf ekkert eftir þrátt fyrir að vera manni færri. En leikmenn Birmingham voru skynsamir í leik sínum og náðu tvívegis að komast í gott færi á lokamínútunum. Fyrst fór boltinn af Mikael Forsell í stöngina á marki Tottenham en það var svo Sebastian Larsson sem endurgjaldaði nýja stjóranum traustið með því að þruma knettinum í efra markhornið af löngu færi. Glæsilegt mark og draumabyrjun McLeish með Birmingham. Birmingham er nú í tólfta sæti deildarinnar með fjórtán stig en Tottenham í því sextánda með tólf.
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira