Miðjumaðurinn Bjarnólfur Lárusson hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir KR. Logi Ólafsson, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt Bjarnólfi að hann sé ekki í framtíðaráætlunum sínum og því geti hann leitað á önnur mið.
Bjarnólfur á enn tvö ár eftir af samningi sínum við KR og vill koma sínum málum á hreint í vinsemd við félagið. Hann kom til KR frá ÍBV eftir tímabilið 2004.
Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.