Jón Ásgeir sýknaður en Tryggvi og Jón Gerald sakfelldir 28. júní 2007 15:01 MYND/Stöð 2 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóra Baugs, af öllum ákæruliðum endurákæru í Baugsmálinu sem Hæstiréttur vísaði aftur heim í hérað. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, fékk hins vegar 12 mánaða skilorðsbundinn dóm og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, þriggja mánaða dóm fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot.Um var að ræða níu heila ákæruliði og hluta tveggja annarra sem héraðsdómur vísaði frá í upphafi maímánaðar eftir ein umfangsmestu réttarhöld í íslenskri réttarsögu.Í þeim dómi var Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs, dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot. Við þann dóm bætist þriggja mánaða refsing fyrir fjárdrátt sem Tryggvi var sakfelldur fyrir í dag.Sýknaður á grundvelli óskýrra refsiheimildaFlestir ákæruliðanna sem fjallað var um í dómnum í dag, níu heilir og varakrafa í einum, sneru að meintum ólöglegum lánveitingum sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um frá Baugi til félaganna Gaums og Fjárfars og systur sinnar Kristínar.Héraðsdómur komst að því að í fjórum ákæruliðum hefði Jón Ásgeir brotið gegn hlutafélagalögum en í fimm ekki. Var hann hins vegar sýknaður á þeim grundvelli að skýrar refsiheimildir vantaði í hlutafélagalög um ábyrgð einstaklinga í tilvikum sem þessum, aðeins væri hægt að sakfella fyrirtæki fyrir þessi brot. Var Jón Ásgeir því sýknaður. Sömu rök voru notuð þegar ákæruliðunum var vísað frá í maí.Í endurákærunni var Jón Ásgeir ákærður í alls 17 ákæruliðum af 18 en hann var sýknaður af öllum nema einum, þeim sem sneri að útgáfu tilhæfulauss kreditreiknings frá Nordica til Baugs.Hefði átt að vita að reikningur yrði notaður í bókhaldÞá komst dómurinn að því að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, hefði aðstoðað við bókhaldsbrot með því að búa til tilhæfulausan kreditreikning frá félagi sínu, Nordica, sem færður var til tekna hjá Baugi í bókhaldi fyrirtækisins. Tryggvi og Jón Ásgeir voru sakfelldir fyrir þennan bókhaldsbrot vegna þess í fyrri dómi í málinu í maí.Í dómnum segir að Jón Gerald hafi viðurkennt að hafa skrifað reikninginn samkvæmt beiðni Tryggva og að Jóni Gerald hafi hlotið að vera ljóst að reikningurinn myndi verða notaður í bókhaldinu. Hann hafi því gerst sekur um að aðstoða Jón Ásgeir og Tryggva við brot þeirra.Sakfelldur fyrir að láta Baug borga fyrir garðsláttuvélTryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, var svo dæmdur í dag fyrir fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða fyrir útgjöld á kreditkorti sem í ákæru voru sögð hafa verið persónuleg útgjöld hans. Fjárdrátturinn í ákærunni nam alls rúmri 1,3 þremur milljónum í þrettán reikningum og komst dómurinn að því að Tryggvi hefði sjálfur átt að borga tæplega 550 þúsund af því, þar á meðal fyrir margfræga garðsláttuvél í málinu.Tryggvi hafi átt að kalla eftir sundurliðun frá Jóni Gerald vegna reikninganna og sjá til þess að einkaútgjöld sín væru færð sem slík og það sem tilheyrði félaginu yrði fært á viðeigandi hátt. Þetta hafi hann ekki gert heldur látið Baug greiða alla þessa reikninga.Jón Gerald greiði rúmar átta milljónir í málsvarnarlaunÍ úrskurði sínum um málsvarnarlaun segir dómurinn að ríkissjóður eigi að greiða laun Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, alls 400 þúsund krónur. Þá á Tryggvi að borga þriðjung málsvarnarlauna Jakobs Möller, verjanda síns, 400 þúsund, en ríkið tvo þriðju. Jóni Gerald er hins vegar gert að greiða verjanda sínum, Brynjari Níelssyni, málsvarnarlaun, samtals 8,1 milljón. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóra Baugs, af öllum ákæruliðum endurákæru í Baugsmálinu sem Hæstiréttur vísaði aftur heim í hérað. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, fékk hins vegar 12 mánaða skilorðsbundinn dóm og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, þriggja mánaða dóm fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot.Um var að ræða níu heila ákæruliði og hluta tveggja annarra sem héraðsdómur vísaði frá í upphafi maímánaðar eftir ein umfangsmestu réttarhöld í íslenskri réttarsögu.Í þeim dómi var Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs, dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot. Við þann dóm bætist þriggja mánaða refsing fyrir fjárdrátt sem Tryggvi var sakfelldur fyrir í dag.Sýknaður á grundvelli óskýrra refsiheimildaFlestir ákæruliðanna sem fjallað var um í dómnum í dag, níu heilir og varakrafa í einum, sneru að meintum ólöglegum lánveitingum sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um frá Baugi til félaganna Gaums og Fjárfars og systur sinnar Kristínar.Héraðsdómur komst að því að í fjórum ákæruliðum hefði Jón Ásgeir brotið gegn hlutafélagalögum en í fimm ekki. Var hann hins vegar sýknaður á þeim grundvelli að skýrar refsiheimildir vantaði í hlutafélagalög um ábyrgð einstaklinga í tilvikum sem þessum, aðeins væri hægt að sakfella fyrirtæki fyrir þessi brot. Var Jón Ásgeir því sýknaður. Sömu rök voru notuð þegar ákæruliðunum var vísað frá í maí.Í endurákærunni var Jón Ásgeir ákærður í alls 17 ákæruliðum af 18 en hann var sýknaður af öllum nema einum, þeim sem sneri að útgáfu tilhæfulauss kreditreiknings frá Nordica til Baugs.Hefði átt að vita að reikningur yrði notaður í bókhaldÞá komst dómurinn að því að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, hefði aðstoðað við bókhaldsbrot með því að búa til tilhæfulausan kreditreikning frá félagi sínu, Nordica, sem færður var til tekna hjá Baugi í bókhaldi fyrirtækisins. Tryggvi og Jón Ásgeir voru sakfelldir fyrir þennan bókhaldsbrot vegna þess í fyrri dómi í málinu í maí.Í dómnum segir að Jón Gerald hafi viðurkennt að hafa skrifað reikninginn samkvæmt beiðni Tryggva og að Jóni Gerald hafi hlotið að vera ljóst að reikningurinn myndi verða notaður í bókhaldinu. Hann hafi því gerst sekur um að aðstoða Jón Ásgeir og Tryggva við brot þeirra.Sakfelldur fyrir að láta Baug borga fyrir garðsláttuvélTryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, var svo dæmdur í dag fyrir fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða fyrir útgjöld á kreditkorti sem í ákæru voru sögð hafa verið persónuleg útgjöld hans. Fjárdrátturinn í ákærunni nam alls rúmri 1,3 þremur milljónum í þrettán reikningum og komst dómurinn að því að Tryggvi hefði sjálfur átt að borga tæplega 550 þúsund af því, þar á meðal fyrir margfræga garðsláttuvél í málinu.Tryggvi hafi átt að kalla eftir sundurliðun frá Jóni Gerald vegna reikninganna og sjá til þess að einkaútgjöld sín væru færð sem slík og það sem tilheyrði félaginu yrði fært á viðeigandi hátt. Þetta hafi hann ekki gert heldur látið Baug greiða alla þessa reikninga.Jón Gerald greiði rúmar átta milljónir í málsvarnarlaunÍ úrskurði sínum um málsvarnarlaun segir dómurinn að ríkissjóður eigi að greiða laun Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, alls 400 þúsund krónur. Þá á Tryggvi að borga þriðjung málsvarnarlauna Jakobs Möller, verjanda síns, 400 þúsund, en ríkið tvo þriðju. Jóni Gerald er hins vegar gert að greiða verjanda sínum, Brynjari Níelssyni, málsvarnarlaun, samtals 8,1 milljón.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði