Jón Ásgeir sýknaður en Tryggvi og Jón Gerald sakfelldir 28. júní 2007 15:01 MYND/Stöð 2 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóra Baugs, af öllum ákæruliðum endurákæru í Baugsmálinu sem Hæstiréttur vísaði aftur heim í hérað. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, fékk hins vegar 12 mánaða skilorðsbundinn dóm og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, þriggja mánaða dóm fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot.Um var að ræða níu heila ákæruliði og hluta tveggja annarra sem héraðsdómur vísaði frá í upphafi maímánaðar eftir ein umfangsmestu réttarhöld í íslenskri réttarsögu.Í þeim dómi var Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs, dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot. Við þann dóm bætist þriggja mánaða refsing fyrir fjárdrátt sem Tryggvi var sakfelldur fyrir í dag.Sýknaður á grundvelli óskýrra refsiheimildaFlestir ákæruliðanna sem fjallað var um í dómnum í dag, níu heilir og varakrafa í einum, sneru að meintum ólöglegum lánveitingum sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um frá Baugi til félaganna Gaums og Fjárfars og systur sinnar Kristínar.Héraðsdómur komst að því að í fjórum ákæruliðum hefði Jón Ásgeir brotið gegn hlutafélagalögum en í fimm ekki. Var hann hins vegar sýknaður á þeim grundvelli að skýrar refsiheimildir vantaði í hlutafélagalög um ábyrgð einstaklinga í tilvikum sem þessum, aðeins væri hægt að sakfella fyrirtæki fyrir þessi brot. Var Jón Ásgeir því sýknaður. Sömu rök voru notuð þegar ákæruliðunum var vísað frá í maí.Í endurákærunni var Jón Ásgeir ákærður í alls 17 ákæruliðum af 18 en hann var sýknaður af öllum nema einum, þeim sem sneri að útgáfu tilhæfulauss kreditreiknings frá Nordica til Baugs.Hefði átt að vita að reikningur yrði notaður í bókhaldÞá komst dómurinn að því að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, hefði aðstoðað við bókhaldsbrot með því að búa til tilhæfulausan kreditreikning frá félagi sínu, Nordica, sem færður var til tekna hjá Baugi í bókhaldi fyrirtækisins. Tryggvi og Jón Ásgeir voru sakfelldir fyrir þennan bókhaldsbrot vegna þess í fyrri dómi í málinu í maí.Í dómnum segir að Jón Gerald hafi viðurkennt að hafa skrifað reikninginn samkvæmt beiðni Tryggva og að Jóni Gerald hafi hlotið að vera ljóst að reikningurinn myndi verða notaður í bókhaldinu. Hann hafi því gerst sekur um að aðstoða Jón Ásgeir og Tryggva við brot þeirra.Sakfelldur fyrir að láta Baug borga fyrir garðsláttuvélTryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, var svo dæmdur í dag fyrir fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða fyrir útgjöld á kreditkorti sem í ákæru voru sögð hafa verið persónuleg útgjöld hans. Fjárdrátturinn í ákærunni nam alls rúmri 1,3 þremur milljónum í þrettán reikningum og komst dómurinn að því að Tryggvi hefði sjálfur átt að borga tæplega 550 þúsund af því, þar á meðal fyrir margfræga garðsláttuvél í málinu.Tryggvi hafi átt að kalla eftir sundurliðun frá Jóni Gerald vegna reikninganna og sjá til þess að einkaútgjöld sín væru færð sem slík og það sem tilheyrði félaginu yrði fært á viðeigandi hátt. Þetta hafi hann ekki gert heldur látið Baug greiða alla þessa reikninga.Jón Gerald greiði rúmar átta milljónir í málsvarnarlaunÍ úrskurði sínum um málsvarnarlaun segir dómurinn að ríkissjóður eigi að greiða laun Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, alls 400 þúsund krónur. Þá á Tryggvi að borga þriðjung málsvarnarlauna Jakobs Möller, verjanda síns, 400 þúsund, en ríkið tvo þriðju. Jóni Gerald er hins vegar gert að greiða verjanda sínum, Brynjari Níelssyni, málsvarnarlaun, samtals 8,1 milljón. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóra Baugs, af öllum ákæruliðum endurákæru í Baugsmálinu sem Hæstiréttur vísaði aftur heim í hérað. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, fékk hins vegar 12 mánaða skilorðsbundinn dóm og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, þriggja mánaða dóm fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot.Um var að ræða níu heila ákæruliði og hluta tveggja annarra sem héraðsdómur vísaði frá í upphafi maímánaðar eftir ein umfangsmestu réttarhöld í íslenskri réttarsögu.Í þeim dómi var Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs, dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot. Við þann dóm bætist þriggja mánaða refsing fyrir fjárdrátt sem Tryggvi var sakfelldur fyrir í dag.Sýknaður á grundvelli óskýrra refsiheimildaFlestir ákæruliðanna sem fjallað var um í dómnum í dag, níu heilir og varakrafa í einum, sneru að meintum ólöglegum lánveitingum sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um frá Baugi til félaganna Gaums og Fjárfars og systur sinnar Kristínar.Héraðsdómur komst að því að í fjórum ákæruliðum hefði Jón Ásgeir brotið gegn hlutafélagalögum en í fimm ekki. Var hann hins vegar sýknaður á þeim grundvelli að skýrar refsiheimildir vantaði í hlutafélagalög um ábyrgð einstaklinga í tilvikum sem þessum, aðeins væri hægt að sakfella fyrirtæki fyrir þessi brot. Var Jón Ásgeir því sýknaður. Sömu rök voru notuð þegar ákæruliðunum var vísað frá í maí.Í endurákærunni var Jón Ásgeir ákærður í alls 17 ákæruliðum af 18 en hann var sýknaður af öllum nema einum, þeim sem sneri að útgáfu tilhæfulauss kreditreiknings frá Nordica til Baugs.Hefði átt að vita að reikningur yrði notaður í bókhaldÞá komst dómurinn að því að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, hefði aðstoðað við bókhaldsbrot með því að búa til tilhæfulausan kreditreikning frá félagi sínu, Nordica, sem færður var til tekna hjá Baugi í bókhaldi fyrirtækisins. Tryggvi og Jón Ásgeir voru sakfelldir fyrir þennan bókhaldsbrot vegna þess í fyrri dómi í málinu í maí.Í dómnum segir að Jón Gerald hafi viðurkennt að hafa skrifað reikninginn samkvæmt beiðni Tryggva og að Jóni Gerald hafi hlotið að vera ljóst að reikningurinn myndi verða notaður í bókhaldinu. Hann hafi því gerst sekur um að aðstoða Jón Ásgeir og Tryggva við brot þeirra.Sakfelldur fyrir að láta Baug borga fyrir garðsláttuvélTryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, var svo dæmdur í dag fyrir fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða fyrir útgjöld á kreditkorti sem í ákæru voru sögð hafa verið persónuleg útgjöld hans. Fjárdrátturinn í ákærunni nam alls rúmri 1,3 þremur milljónum í þrettán reikningum og komst dómurinn að því að Tryggvi hefði sjálfur átt að borga tæplega 550 þúsund af því, þar á meðal fyrir margfræga garðsláttuvél í málinu.Tryggvi hafi átt að kalla eftir sundurliðun frá Jóni Gerald vegna reikninganna og sjá til þess að einkaútgjöld sín væru færð sem slík og það sem tilheyrði félaginu yrði fært á viðeigandi hátt. Þetta hafi hann ekki gert heldur látið Baug greiða alla þessa reikninga.Jón Gerald greiði rúmar átta milljónir í málsvarnarlaunÍ úrskurði sínum um málsvarnarlaun segir dómurinn að ríkissjóður eigi að greiða laun Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, alls 400 þúsund krónur. Þá á Tryggvi að borga þriðjung málsvarnarlauna Jakobs Möller, verjanda síns, 400 þúsund, en ríkið tvo þriðju. Jóni Gerald er hins vegar gert að greiða verjanda sínum, Brynjari Níelssyni, málsvarnarlaun, samtals 8,1 milljón.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira