Bylgjan borgar, ekki Rás 2 Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 18. desember 2007 07:00 Segir það skandal að listamenn þurfi að gefa Rás 2 vinnu sína í staðinn fyrir kynningu. fréttablaðið/hari Bubbi Morthens er ósáttur við vinnubrögð á Ríkisútvarpinu. Hann segir það óhæft að listamenn þurfi að gefa vinnu sína fyrir kynningu á efni sínu á útvarpsstöðvum þess. „Þetta er skandall og til vansa fyrir Ríkisútvarpið. Að listamenn, sem kannski hafa starfað lengi í bransanum, þurfi að mæta upp í útvarp og gefa vinnu sína í einhverri veikri von um kynningu," segir Bubbi Morthens - einhver skærasta rokkstjarna Íslands fyrr og síðar. Stóra Klaufamálið er þúfan sem ætlar að velta þungu hlassi. Sent var út frá tónleikum köntrísveitarinnar Klaufa á Rás 2 en staðið hefur á borgun reikninga sem sveitin hefur lagt inn til Ríkisútvarpsins þrátt fyrir að samningar milli RÚV og FÍH kveði skýrt á þar um að sögn stjórnar FÍH, sem sent hefur útvarpsstjóra bréf vegna málsins. Jakob Frímann Magnússon, sem er formaður bæði Samtóns (rétthafar tónlistarinnar) og Félags tónskálda og textahöfunda, á bókaðan fund með Páli Magnússyni útvarpsstjóra þar sem leitað verður lausna á því sem tónlistarmenn almennt líta á sem algerlega óviðunandi ástand. Árum saman hefur Bubbi haldið Þorláksmessutónleika og hefur verið sent út beint frá þeim tónleikum. Engin breyting verður þar á, Bubbi verður á Nasa og Bylgjan mun útvarpa tónleikunum. Áður sendi Rás 2 út frá þeim tónleikum en allt fór í hund og kött milli Bubba og Ríkisútvarpsins því hann þótti ekki gæta orða sinna nægilega í kynningum milli laga. Bubbi fékk aldrei krónu greidda fyrir þá tónleika né heldur þegar hann hefur komið fram á Rás 2 við önnur tækifæri. „Nei, enda fór ég ekki fram á það. Ég hugsaði þetta sem jólagjöf mína til landsbyggðarinnar. Hins vegar hefur 365 alltaf borgað mér fyrir tónleikana, borgað vel, það get ég fullyrt, og hafa einkareknu miðlarnir þannig staðið sig miklu betur en Ríkisútvarpið." Bubbi segir að Ólafur Páll Gunnarsson eigi kannski ekki að svara fyrir þetta þótt hann sé tónlistarstjóri Rásar 2. Hann hafi vissulega gert íslenskri tónlist meira gagn en ógagn þó heimaríkur sé á rásinni. Það séu hins vegar útvarpsstjóri og menntamálaráðherra, þeir sem stjórna menningarmálum hér á landi, sem ættu að vakna til vitundar um hversu mikilvæg Rás 2 er. „Þetta er ríkisútvarp. Þetta er ekki einkarekin stöð. Og fyrst Ríkisútvarpið, auk þess að fá drjúgan skerf af almannafé, er farið að fá peninga frá Björgólfi sem ætlar sér ítök á fjölmiðlamarkaði, þá er nú kannski í lagi að listamenn hætti að gefa vinnu sína fyrir einhverja kynningu eins og tíðkast hefur. Þetta er náttúrlega hneyksli hvernig staðið er að málum," segir Bubbi. Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Bubbi Morthens er ósáttur við vinnubrögð á Ríkisútvarpinu. Hann segir það óhæft að listamenn þurfi að gefa vinnu sína fyrir kynningu á efni sínu á útvarpsstöðvum þess. „Þetta er skandall og til vansa fyrir Ríkisútvarpið. Að listamenn, sem kannski hafa starfað lengi í bransanum, þurfi að mæta upp í útvarp og gefa vinnu sína í einhverri veikri von um kynningu," segir Bubbi Morthens - einhver skærasta rokkstjarna Íslands fyrr og síðar. Stóra Klaufamálið er þúfan sem ætlar að velta þungu hlassi. Sent var út frá tónleikum köntrísveitarinnar Klaufa á Rás 2 en staðið hefur á borgun reikninga sem sveitin hefur lagt inn til Ríkisútvarpsins þrátt fyrir að samningar milli RÚV og FÍH kveði skýrt á þar um að sögn stjórnar FÍH, sem sent hefur útvarpsstjóra bréf vegna málsins. Jakob Frímann Magnússon, sem er formaður bæði Samtóns (rétthafar tónlistarinnar) og Félags tónskálda og textahöfunda, á bókaðan fund með Páli Magnússyni útvarpsstjóra þar sem leitað verður lausna á því sem tónlistarmenn almennt líta á sem algerlega óviðunandi ástand. Árum saman hefur Bubbi haldið Þorláksmessutónleika og hefur verið sent út beint frá þeim tónleikum. Engin breyting verður þar á, Bubbi verður á Nasa og Bylgjan mun útvarpa tónleikunum. Áður sendi Rás 2 út frá þeim tónleikum en allt fór í hund og kött milli Bubba og Ríkisútvarpsins því hann þótti ekki gæta orða sinna nægilega í kynningum milli laga. Bubbi fékk aldrei krónu greidda fyrir þá tónleika né heldur þegar hann hefur komið fram á Rás 2 við önnur tækifæri. „Nei, enda fór ég ekki fram á það. Ég hugsaði þetta sem jólagjöf mína til landsbyggðarinnar. Hins vegar hefur 365 alltaf borgað mér fyrir tónleikana, borgað vel, það get ég fullyrt, og hafa einkareknu miðlarnir þannig staðið sig miklu betur en Ríkisútvarpið." Bubbi segir að Ólafur Páll Gunnarsson eigi kannski ekki að svara fyrir þetta þótt hann sé tónlistarstjóri Rásar 2. Hann hafi vissulega gert íslenskri tónlist meira gagn en ógagn þó heimaríkur sé á rásinni. Það séu hins vegar útvarpsstjóri og menntamálaráðherra, þeir sem stjórna menningarmálum hér á landi, sem ættu að vakna til vitundar um hversu mikilvæg Rás 2 er. „Þetta er ríkisútvarp. Þetta er ekki einkarekin stöð. Og fyrst Ríkisútvarpið, auk þess að fá drjúgan skerf af almannafé, er farið að fá peninga frá Björgólfi sem ætlar sér ítök á fjölmiðlamarkaði, þá er nú kannski í lagi að listamenn hætti að gefa vinnu sína fyrir einhverja kynningu eins og tíðkast hefur. Þetta er náttúrlega hneyksli hvernig staðið er að málum," segir Bubbi.
Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira