Bylgjan borgar, ekki Rás 2 Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 18. desember 2007 07:00 Segir það skandal að listamenn þurfi að gefa Rás 2 vinnu sína í staðinn fyrir kynningu. fréttablaðið/hari Bubbi Morthens er ósáttur við vinnubrögð á Ríkisútvarpinu. Hann segir það óhæft að listamenn þurfi að gefa vinnu sína fyrir kynningu á efni sínu á útvarpsstöðvum þess. „Þetta er skandall og til vansa fyrir Ríkisútvarpið. Að listamenn, sem kannski hafa starfað lengi í bransanum, þurfi að mæta upp í útvarp og gefa vinnu sína í einhverri veikri von um kynningu," segir Bubbi Morthens - einhver skærasta rokkstjarna Íslands fyrr og síðar. Stóra Klaufamálið er þúfan sem ætlar að velta þungu hlassi. Sent var út frá tónleikum köntrísveitarinnar Klaufa á Rás 2 en staðið hefur á borgun reikninga sem sveitin hefur lagt inn til Ríkisútvarpsins þrátt fyrir að samningar milli RÚV og FÍH kveði skýrt á þar um að sögn stjórnar FÍH, sem sent hefur útvarpsstjóra bréf vegna málsins. Jakob Frímann Magnússon, sem er formaður bæði Samtóns (rétthafar tónlistarinnar) og Félags tónskálda og textahöfunda, á bókaðan fund með Páli Magnússyni útvarpsstjóra þar sem leitað verður lausna á því sem tónlistarmenn almennt líta á sem algerlega óviðunandi ástand. Árum saman hefur Bubbi haldið Þorláksmessutónleika og hefur verið sent út beint frá þeim tónleikum. Engin breyting verður þar á, Bubbi verður á Nasa og Bylgjan mun útvarpa tónleikunum. Áður sendi Rás 2 út frá þeim tónleikum en allt fór í hund og kött milli Bubba og Ríkisútvarpsins því hann þótti ekki gæta orða sinna nægilega í kynningum milli laga. Bubbi fékk aldrei krónu greidda fyrir þá tónleika né heldur þegar hann hefur komið fram á Rás 2 við önnur tækifæri. „Nei, enda fór ég ekki fram á það. Ég hugsaði þetta sem jólagjöf mína til landsbyggðarinnar. Hins vegar hefur 365 alltaf borgað mér fyrir tónleikana, borgað vel, það get ég fullyrt, og hafa einkareknu miðlarnir þannig staðið sig miklu betur en Ríkisútvarpið." Bubbi segir að Ólafur Páll Gunnarsson eigi kannski ekki að svara fyrir þetta þótt hann sé tónlistarstjóri Rásar 2. Hann hafi vissulega gert íslenskri tónlist meira gagn en ógagn þó heimaríkur sé á rásinni. Það séu hins vegar útvarpsstjóri og menntamálaráðherra, þeir sem stjórna menningarmálum hér á landi, sem ættu að vakna til vitundar um hversu mikilvæg Rás 2 er. „Þetta er ríkisútvarp. Þetta er ekki einkarekin stöð. Og fyrst Ríkisútvarpið, auk þess að fá drjúgan skerf af almannafé, er farið að fá peninga frá Björgólfi sem ætlar sér ítök á fjölmiðlamarkaði, þá er nú kannski í lagi að listamenn hætti að gefa vinnu sína fyrir einhverja kynningu eins og tíðkast hefur. Þetta er náttúrlega hneyksli hvernig staðið er að málum," segir Bubbi. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Bubbi Morthens er ósáttur við vinnubrögð á Ríkisútvarpinu. Hann segir það óhæft að listamenn þurfi að gefa vinnu sína fyrir kynningu á efni sínu á útvarpsstöðvum þess. „Þetta er skandall og til vansa fyrir Ríkisútvarpið. Að listamenn, sem kannski hafa starfað lengi í bransanum, þurfi að mæta upp í útvarp og gefa vinnu sína í einhverri veikri von um kynningu," segir Bubbi Morthens - einhver skærasta rokkstjarna Íslands fyrr og síðar. Stóra Klaufamálið er þúfan sem ætlar að velta þungu hlassi. Sent var út frá tónleikum köntrísveitarinnar Klaufa á Rás 2 en staðið hefur á borgun reikninga sem sveitin hefur lagt inn til Ríkisútvarpsins þrátt fyrir að samningar milli RÚV og FÍH kveði skýrt á þar um að sögn stjórnar FÍH, sem sent hefur útvarpsstjóra bréf vegna málsins. Jakob Frímann Magnússon, sem er formaður bæði Samtóns (rétthafar tónlistarinnar) og Félags tónskálda og textahöfunda, á bókaðan fund með Páli Magnússyni útvarpsstjóra þar sem leitað verður lausna á því sem tónlistarmenn almennt líta á sem algerlega óviðunandi ástand. Árum saman hefur Bubbi haldið Þorláksmessutónleika og hefur verið sent út beint frá þeim tónleikum. Engin breyting verður þar á, Bubbi verður á Nasa og Bylgjan mun útvarpa tónleikunum. Áður sendi Rás 2 út frá þeim tónleikum en allt fór í hund og kött milli Bubba og Ríkisútvarpsins því hann þótti ekki gæta orða sinna nægilega í kynningum milli laga. Bubbi fékk aldrei krónu greidda fyrir þá tónleika né heldur þegar hann hefur komið fram á Rás 2 við önnur tækifæri. „Nei, enda fór ég ekki fram á það. Ég hugsaði þetta sem jólagjöf mína til landsbyggðarinnar. Hins vegar hefur 365 alltaf borgað mér fyrir tónleikana, borgað vel, það get ég fullyrt, og hafa einkareknu miðlarnir þannig staðið sig miklu betur en Ríkisútvarpið." Bubbi segir að Ólafur Páll Gunnarsson eigi kannski ekki að svara fyrir þetta þótt hann sé tónlistarstjóri Rásar 2. Hann hafi vissulega gert íslenskri tónlist meira gagn en ógagn þó heimaríkur sé á rásinni. Það séu hins vegar útvarpsstjóri og menntamálaráðherra, þeir sem stjórna menningarmálum hér á landi, sem ættu að vakna til vitundar um hversu mikilvæg Rás 2 er. „Þetta er ríkisútvarp. Þetta er ekki einkarekin stöð. Og fyrst Ríkisútvarpið, auk þess að fá drjúgan skerf af almannafé, er farið að fá peninga frá Björgólfi sem ætlar sér ítök á fjölmiðlamarkaði, þá er nú kannski í lagi að listamenn hætti að gefa vinnu sína fyrir einhverja kynningu eins og tíðkast hefur. Þetta er náttúrlega hneyksli hvernig staðið er að málum," segir Bubbi.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira