Bylgjan borgar, ekki Rás 2 Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 18. desember 2007 07:00 Segir það skandal að listamenn þurfi að gefa Rás 2 vinnu sína í staðinn fyrir kynningu. fréttablaðið/hari Bubbi Morthens er ósáttur við vinnubrögð á Ríkisútvarpinu. Hann segir það óhæft að listamenn þurfi að gefa vinnu sína fyrir kynningu á efni sínu á útvarpsstöðvum þess. „Þetta er skandall og til vansa fyrir Ríkisútvarpið. Að listamenn, sem kannski hafa starfað lengi í bransanum, þurfi að mæta upp í útvarp og gefa vinnu sína í einhverri veikri von um kynningu," segir Bubbi Morthens - einhver skærasta rokkstjarna Íslands fyrr og síðar. Stóra Klaufamálið er þúfan sem ætlar að velta þungu hlassi. Sent var út frá tónleikum köntrísveitarinnar Klaufa á Rás 2 en staðið hefur á borgun reikninga sem sveitin hefur lagt inn til Ríkisútvarpsins þrátt fyrir að samningar milli RÚV og FÍH kveði skýrt á þar um að sögn stjórnar FÍH, sem sent hefur útvarpsstjóra bréf vegna málsins. Jakob Frímann Magnússon, sem er formaður bæði Samtóns (rétthafar tónlistarinnar) og Félags tónskálda og textahöfunda, á bókaðan fund með Páli Magnússyni útvarpsstjóra þar sem leitað verður lausna á því sem tónlistarmenn almennt líta á sem algerlega óviðunandi ástand. Árum saman hefur Bubbi haldið Þorláksmessutónleika og hefur verið sent út beint frá þeim tónleikum. Engin breyting verður þar á, Bubbi verður á Nasa og Bylgjan mun útvarpa tónleikunum. Áður sendi Rás 2 út frá þeim tónleikum en allt fór í hund og kött milli Bubba og Ríkisútvarpsins því hann þótti ekki gæta orða sinna nægilega í kynningum milli laga. Bubbi fékk aldrei krónu greidda fyrir þá tónleika né heldur þegar hann hefur komið fram á Rás 2 við önnur tækifæri. „Nei, enda fór ég ekki fram á það. Ég hugsaði þetta sem jólagjöf mína til landsbyggðarinnar. Hins vegar hefur 365 alltaf borgað mér fyrir tónleikana, borgað vel, það get ég fullyrt, og hafa einkareknu miðlarnir þannig staðið sig miklu betur en Ríkisútvarpið." Bubbi segir að Ólafur Páll Gunnarsson eigi kannski ekki að svara fyrir þetta þótt hann sé tónlistarstjóri Rásar 2. Hann hafi vissulega gert íslenskri tónlist meira gagn en ógagn þó heimaríkur sé á rásinni. Það séu hins vegar útvarpsstjóri og menntamálaráðherra, þeir sem stjórna menningarmálum hér á landi, sem ættu að vakna til vitundar um hversu mikilvæg Rás 2 er. „Þetta er ríkisútvarp. Þetta er ekki einkarekin stöð. Og fyrst Ríkisútvarpið, auk þess að fá drjúgan skerf af almannafé, er farið að fá peninga frá Björgólfi sem ætlar sér ítök á fjölmiðlamarkaði, þá er nú kannski í lagi að listamenn hætti að gefa vinnu sína fyrir einhverja kynningu eins og tíðkast hefur. Þetta er náttúrlega hneyksli hvernig staðið er að málum," segir Bubbi. Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Bubbi Morthens er ósáttur við vinnubrögð á Ríkisútvarpinu. Hann segir það óhæft að listamenn þurfi að gefa vinnu sína fyrir kynningu á efni sínu á útvarpsstöðvum þess. „Þetta er skandall og til vansa fyrir Ríkisútvarpið. Að listamenn, sem kannski hafa starfað lengi í bransanum, þurfi að mæta upp í útvarp og gefa vinnu sína í einhverri veikri von um kynningu," segir Bubbi Morthens - einhver skærasta rokkstjarna Íslands fyrr og síðar. Stóra Klaufamálið er þúfan sem ætlar að velta þungu hlassi. Sent var út frá tónleikum köntrísveitarinnar Klaufa á Rás 2 en staðið hefur á borgun reikninga sem sveitin hefur lagt inn til Ríkisútvarpsins þrátt fyrir að samningar milli RÚV og FÍH kveði skýrt á þar um að sögn stjórnar FÍH, sem sent hefur útvarpsstjóra bréf vegna málsins. Jakob Frímann Magnússon, sem er formaður bæði Samtóns (rétthafar tónlistarinnar) og Félags tónskálda og textahöfunda, á bókaðan fund með Páli Magnússyni útvarpsstjóra þar sem leitað verður lausna á því sem tónlistarmenn almennt líta á sem algerlega óviðunandi ástand. Árum saman hefur Bubbi haldið Þorláksmessutónleika og hefur verið sent út beint frá þeim tónleikum. Engin breyting verður þar á, Bubbi verður á Nasa og Bylgjan mun útvarpa tónleikunum. Áður sendi Rás 2 út frá þeim tónleikum en allt fór í hund og kött milli Bubba og Ríkisútvarpsins því hann þótti ekki gæta orða sinna nægilega í kynningum milli laga. Bubbi fékk aldrei krónu greidda fyrir þá tónleika né heldur þegar hann hefur komið fram á Rás 2 við önnur tækifæri. „Nei, enda fór ég ekki fram á það. Ég hugsaði þetta sem jólagjöf mína til landsbyggðarinnar. Hins vegar hefur 365 alltaf borgað mér fyrir tónleikana, borgað vel, það get ég fullyrt, og hafa einkareknu miðlarnir þannig staðið sig miklu betur en Ríkisútvarpið." Bubbi segir að Ólafur Páll Gunnarsson eigi kannski ekki að svara fyrir þetta þótt hann sé tónlistarstjóri Rásar 2. Hann hafi vissulega gert íslenskri tónlist meira gagn en ógagn þó heimaríkur sé á rásinni. Það séu hins vegar útvarpsstjóri og menntamálaráðherra, þeir sem stjórna menningarmálum hér á landi, sem ættu að vakna til vitundar um hversu mikilvæg Rás 2 er. „Þetta er ríkisútvarp. Þetta er ekki einkarekin stöð. Og fyrst Ríkisútvarpið, auk þess að fá drjúgan skerf af almannafé, er farið að fá peninga frá Björgólfi sem ætlar sér ítök á fjölmiðlamarkaði, þá er nú kannski í lagi að listamenn hætti að gefa vinnu sína fyrir einhverja kynningu eins og tíðkast hefur. Þetta er náttúrlega hneyksli hvernig staðið er að málum," segir Bubbi.
Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein