Óli Þórðar hættur - Ósáttur við vinnubrögð Fram 3. október 2007 22:12 Ólafur skilur ósáttur við Fram Mynd/Vilhelm Ólafur Þórðarson segist mjög ósáttur við vinnubrögð stjórnar Fram og segir að hvað sem standi í yfirlýsingu félagsins í kvöld hafi sér einfaldlega verið sagt upp störfum. Hann fékk símtal frá framkvæmdastjóra Fram í dag þegar hann var á sínum fyrsta degi í sumarfríi. "Ég get nú ekki sagt að þessi yfirlýsing sé gefin út í þökk við mig," sagði Ólafur í samtali við Vísi í kvöld, en hann hafði þá ekki lesið yfirlýsinguna sem sett var inn á heimasíðu Fram. Yfirlýsingin fer hér á eftir: Stjórn Fram hefur mótað stefnu sem miðar að því að ráða þjálfara í fullt starf sem kæmi að starfi félagsins á víðari grunni. Rætt var við Ólaf Þórðarson um að taka þetta starf enda var ánægja með hans störf. Vegna annara starfa hafði Ólafur ekki tök á að taka þetta verkefni að sér og því skilja leiðir að sinni. Fram þakkar Ólafi fyrir vel unnin fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar í þeim störfum sem hann tekur sér fyrir hendur. Fram Fótboltafélag Reykjavíkur "Þetta er nú ekki allskostar rétt hjá þeim því þegar þeir höfðu upphaflega samband við mig fyrir ári síðan gerði ég þeim ljóst að ég ætti erfitt með að taka við starfinu vegna anna, en þeir komu svo aftur til mín og gerðu þá við mig þriggja ára samning með þeim skilmálum sem ég setti fram. Ég er auðvitað að reka fyrirtæki og átti erfitt með að rjúka frá því, en ég sinnti þjálfuninni mjög vel eftir sem áður og við hjá Fram æfðum ekkert minna en önnur lið - það er alveg á hreinu. Það eru líka ekki margir þjálfarar í efstu deild í fullu starfi. "Ég frétti það bara utan af mér að Framararnir væru að leita að nýjum manni og að þeir hefðu leitað til þjálfara Leiknis með það. Ég lét það bara framhjá mér fara og ákvað að klára mótið. Ég bar þetta upp á þá en þeir neituðu því. Síðan var haldinn stjórnarfundur þar sem talað var um að ráða mann í fullt starf og þegar ég spurði þá hvaða línur þeir ætluðu að setja í því máli komst ég að því að þeir voru farnir að leita á önnur mið eftir þjálfara," sagði Ólafur. Uppsagnarákvæði er í samningi Ólafs við Fram og stjórnin hefur ákveðið að nýta sér það nú. "Maður var búinn að heyra að þeir hefðu verið að tala við aðra menn og ég á nú bágt með að trúa að þeir segi upp svona samningi eins og mínum án þess að hafa eitthvað í bakhöndinni," sagði Ólafur. Hann telur árangur Fram í sumar hafa verið ágætan. "Mér fannst við vera á góðri leið með að búa til fínt knattspyrnulið hjá Fram. Við vorum taplausir í síðustu sex umferðunum og bjuggum þarna til markakóng deildarinnar, svo að mér fannst við á margan hátt vera að gera fína hluti. Mér finnst þetta því ekki rétt ákvörðun en það er nú þannig í fótboltanum að það eru oft menn í þessu sem telja sig vita betur en þjálfarinn," sagði Ólafur sem fékk símtal frá framkvæmdastjóra félagsin á fyrsta degi sínum í sumarfríi sínu erlendis. "Ég er eiginlega mjög fúll yfir þessu, því mér fannst ég vera á réttri leið með liðið. Þeir hafa kannski reiknað með því að við færum beint í toppbaráttuna en þetta lið var auðvitað bara að koma upp úr fyrstu deildinni. Svona er þetta bara í fótboltanum," sagði Ólafur. Hann segist ekki vera hættur að þjálfa þó þetta hafi komið upp. "Ég var með samning næstu tvö árin og bjóst því alls ekki við því að þetta kæmi upp, en ég er ekkert hættur," sagði Ólafur í samtali við Vísi í kvöld. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Ólafur Þórðarson segist mjög ósáttur við vinnubrögð stjórnar Fram og segir að hvað sem standi í yfirlýsingu félagsins í kvöld hafi sér einfaldlega verið sagt upp störfum. Hann fékk símtal frá framkvæmdastjóra Fram í dag þegar hann var á sínum fyrsta degi í sumarfríi. "Ég get nú ekki sagt að þessi yfirlýsing sé gefin út í þökk við mig," sagði Ólafur í samtali við Vísi í kvöld, en hann hafði þá ekki lesið yfirlýsinguna sem sett var inn á heimasíðu Fram. Yfirlýsingin fer hér á eftir: Stjórn Fram hefur mótað stefnu sem miðar að því að ráða þjálfara í fullt starf sem kæmi að starfi félagsins á víðari grunni. Rætt var við Ólaf Þórðarson um að taka þetta starf enda var ánægja með hans störf. Vegna annara starfa hafði Ólafur ekki tök á að taka þetta verkefni að sér og því skilja leiðir að sinni. Fram þakkar Ólafi fyrir vel unnin fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar í þeim störfum sem hann tekur sér fyrir hendur. Fram Fótboltafélag Reykjavíkur "Þetta er nú ekki allskostar rétt hjá þeim því þegar þeir höfðu upphaflega samband við mig fyrir ári síðan gerði ég þeim ljóst að ég ætti erfitt með að taka við starfinu vegna anna, en þeir komu svo aftur til mín og gerðu þá við mig þriggja ára samning með þeim skilmálum sem ég setti fram. Ég er auðvitað að reka fyrirtæki og átti erfitt með að rjúka frá því, en ég sinnti þjálfuninni mjög vel eftir sem áður og við hjá Fram æfðum ekkert minna en önnur lið - það er alveg á hreinu. Það eru líka ekki margir þjálfarar í efstu deild í fullu starfi. "Ég frétti það bara utan af mér að Framararnir væru að leita að nýjum manni og að þeir hefðu leitað til þjálfara Leiknis með það. Ég lét það bara framhjá mér fara og ákvað að klára mótið. Ég bar þetta upp á þá en þeir neituðu því. Síðan var haldinn stjórnarfundur þar sem talað var um að ráða mann í fullt starf og þegar ég spurði þá hvaða línur þeir ætluðu að setja í því máli komst ég að því að þeir voru farnir að leita á önnur mið eftir þjálfara," sagði Ólafur. Uppsagnarákvæði er í samningi Ólafs við Fram og stjórnin hefur ákveðið að nýta sér það nú. "Maður var búinn að heyra að þeir hefðu verið að tala við aðra menn og ég á nú bágt með að trúa að þeir segi upp svona samningi eins og mínum án þess að hafa eitthvað í bakhöndinni," sagði Ólafur. Hann telur árangur Fram í sumar hafa verið ágætan. "Mér fannst við vera á góðri leið með að búa til fínt knattspyrnulið hjá Fram. Við vorum taplausir í síðustu sex umferðunum og bjuggum þarna til markakóng deildarinnar, svo að mér fannst við á margan hátt vera að gera fína hluti. Mér finnst þetta því ekki rétt ákvörðun en það er nú þannig í fótboltanum að það eru oft menn í þessu sem telja sig vita betur en þjálfarinn," sagði Ólafur sem fékk símtal frá framkvæmdastjóra félagsin á fyrsta degi sínum í sumarfríi sínu erlendis. "Ég er eiginlega mjög fúll yfir þessu, því mér fannst ég vera á réttri leið með liðið. Þeir hafa kannski reiknað með því að við færum beint í toppbaráttuna en þetta lið var auðvitað bara að koma upp úr fyrstu deildinni. Svona er þetta bara í fótboltanum," sagði Ólafur. Hann segist ekki vera hættur að þjálfa þó þetta hafi komið upp. "Ég var með samning næstu tvö árin og bjóst því alls ekki við því að þetta kæmi upp, en ég er ekkert hættur," sagði Ólafur í samtali við Vísi í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira