Innlent

Ríkisstjórn ræðir aðgerðir í þágu barna og eldri borgara

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að leggja fyrir þing aðgeðraráætlun í málefnum barna í næstu viku, í samræmi við stefnuskrá nýrrar stjórnar. Einnig voru rædd í stjórninni aðgerðir í málefnum aldraðra og breytingar á stórnarráðinu vegna tilflutnings verkefna.

Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar stjórnar var í morgun og lögð drög að þeim þingsályktunartillögum og lagafrumvörpum sem leggja á fyrir þing þegar það kemur saman á fimmtudag. Breytingar á verkefnum ráðuneyta kalla á viðamiklar reglugerða- og lagabreytingar. Geir H Haarde, forsætisráðherra segir að þing verði kallað saman á fimmtudag. Þar verði lögð fram þingsályktunartillaga með aðgerðaráætlun í málefnum barna en auk þess verði lögð fram mál sem tengjast lífeyrisgreiðslum til aldraðra.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra var spurð hvort einhver breyting yrði á framboði til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en athygli vekur að ekki er stafur um það mál í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar. Sagði hún að þau mál yrðu skoðuð og metið hvaða sigurlíkur Íslendingar ættu í því framboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×