Innlent

Endurbætur á slysa- og bráðadeild í Fossvogi hafnar

MYND/GVA

Nú standa yfir miklar endurbætur á slysa- og bráðadeild á Landspítala Fossvogi. Fólk er beðið um að sína skilning á þeim óþægindum sem kunna að skapast vegna breytinganna.

Í tilkynningu frá spítalanum segir að endurbæturnar séu kærkomnar og „verða til mikilla hagsbóta fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk." Ekki verði komist hjá því að sjúklingar og aðrir verði fyrir óþægindum meðan á framkvæmdunum stendur en það verður mestan hluta ársins 2007.

„Starfsfólk slysa- og bráðadeildar biðst velvirðingar á því ónæði sem kann að skapast vegna endurbótanna og væntir skilnings á aðstæðum," segir ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×