Innlent

Starfsmaður á Kárahnjúkum greinist með berkla

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
MYND/Vilhelm
Portúgölsk kona, starfsmaður á Kárahnjúkum, hefur verið greind með berkla og er í einangrun á Landspítalanum. Vakthafandi læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað staðfesti þetta í samtali við Vísi.

 

Samkvæmt heimildum Vísis kom konan til landsins 4. febrúar síðastliðinn og mun hún hafa greinst fyrir nokkrum dögum síðan. Hún mun hafa verið flutt til Reykjavíkur fyrir tveimur til þremur dögum síðan en upplýsingar um líðan hennar hafa ekki fengist hjá Landspítala Háskólasjúkarahúsi enda um trúnaðarupplýsingar að ræða.

 

Vakthafandi læknir á Neskaupstað, Björn Magnússon segir að konan hafi greinst með berkla, en hann sagðist telja ólíklegt að um smitandi berkla væri að ræða. Hann segir að hún hafi ekki verið mjög veik þegar hún var flutt til Reykjavíkur og hún var ekki með hósta, sem er vísbending um að um smitandi berkla sé að ræða. Það væri þó ekki hægt að slá því föstu og var hún send suður til Reykjavíkur þar sem henni mun vera haldið í einangrun.

 

Björn segir að reglulega hafi verið leitað að berklum á meðal starfsmanna Kárahnjúka en að þetta væri í fyrsta skipti sem sjúkdómurinn finnst á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×