Innlent

Koma síldarinnar kann að valda núningi við Norðmenn

Síld úr Norsk-íslenska síldarstofninum er nú í mun ríkari mæli innan íslensku efnahagslögsögunnar en verið hefur um áratuga skeið. Þessi hegðan hennar kann að valda núningi í samskiptum norskra og íslenskra stjórnvalda.

Mælingar Hafrannsóknastofnunar að undanförnu sýna norsk-íslenska síld víða austur af landinu, bæði í stórum og litlum torfum. Þetta er sami stofninn og bar uppi síldarævintýrið á sjöunda áratug síðustu aldar sem endaði með algjöru hruni, sem sumir rekja til ofveiði en aðrir til þess að átu hafi skort á hafísárunum svonefndu.

Stofninn hefur verið að rétta mjög úr kútunum síðastliðin ár og hafa Noðrmenn og Íslendingar sérstaklega deilt um nýtingu úr honum. Fyrir ellefu árum náðist samkomulag um skiptingu en síðan slitnaði upp úr því fyrir þremur árum þar til aftur var samið í febrúar síðastliðnum. Þá höfðu Íslendingar þurft að gefa eftir frá fyrri samningi og fengu rösk 15 prósent í sinn hlut, Norðmenn rúm 60 prósent og aðrar þjóðir afganginn.

Samningurinn er til eins árs og eru nú bundnar vonr við að það styrki samningsstöðu Íslendinga hvað síldin er aftur farin að leilta að Íslandsstörnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×