Innlent

Játar að hafa dregið að sér fé

MYND/JS

Fyrrum gjaldkeri Starfsmannafélags Norðuráls hefur játað fyrir stjórn félagsins að hafa dregið að sér fé úr sjóðum þess. Talið er að maðurinn hafa stolið allt að tveimur milljónum króna.

Frá þessu er sagt í frétt á fréttavefnum Skessuhorn. Í fréttinni kemur fram að grundsemdir hafi kviknað um að allt væri ekki með felldu á síðasta aðalfundi sem haldinn var 4. maí síðastliðinn. Maðurinn var þá að hætta sem gjaldkeri en gat ekki framvísað neinum reikningum.

Við skoðun á bankayfirliti félagsins komu fram grunsamlegar færslur sem ekki var hægt að skýra. Eftir að gengið var á fyrrum gjaldkerann játaði hann að hafa dregið að sér fé.

Ekki liggur fyrir hve miklum fjármunum maðurinn náði að stela. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er um að ræða að minnsta kosti 1,5 milljón króna. Málið er komið í hendur lögfræðinga.

Frétt Skessuhorns hér.

 

 

 

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×