Innlent

Sjö teknir fyrir hraðakstur í Borgarnesi

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði sjö ökumenn í dag fyrir hraðakstur. Sá sem fór hraðast mældist á 120 kílómetra hraða á Snæfellsnesvegi en þar er 90 kílómetra hámarkshraði.

Þá var einn ungur piltur tekinn fyrir ölvunarakstur við Hvanneyri um hálf eittleytið í nótt og stúlka fyrir að aka undir áhrifum kannabisefna um tveimur klukkustundum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×