Innlent

Fjórir handteknir á Akureyri í kjölfar húsleitar

Lögreglan á Akureyri handtók fjóra einstaklinga í nótt eftir að gerð var húsleit þar í bæ. Í húsinu fundust 15 grömm af hvítu efni og 17 skammtar af ofskynjunarlyfinu LSD. Fólkinu var sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er fólkið allt á þrítugsaldri. Málið telst upplýst.

Þá var einn 18 ára gamall piltur tekinn í miðbæ Akureyrar í nótt en sá var með neysluskammt af hassi í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×