Í hvað ásælist Landsvirkjun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 28. ágúst 2007 06:00 Það er eðlilegt að deilt sé um samkomulag íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár. Samkomulagið var gert þremur dögum fyrir kosningar á þeim tíma sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var logandi hrædd um að þjóðin kysi yfir sig ríkisstjórn, sem væri gagnrýnin á stóriðjustefnuna og auðlindakapphlaup orkufyrirtækjanna. Á þessum tíma notaði ríkisstjórnin hvert tækifæri til að baða sig í kastljósi fjölmiðlanna í hvert sinn sem undirrita þurfti samninga um kosningaloforðin. En bara ekki í þessu tilfelli. Og nú benda þeir klaufalega hver á annan, fyrrverandi iðnaðarráðherra Jón Sigurðsson og Árni Mathiesen fjármálaráðherra. En hvað skýrir ásælni Landsvirkjunar í vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár? Hvers vegna máttu þau ekki vera áfram í umsjá ríkisins, m.ö.o. þjóðkjörinna fulltrúa? Því að með þessum hætti telur Landsvirkjun sig hafa betri samningstöðu í viðræðum við landeigendur og aðra vatnsréttarhafa heldur en ella. Þessa yfirburðastöðu nýtir Landsvirkjun svo til að sauma að landeigendum, sem eru mótfallnir virkjanaframkvæmdum í sveitinni sinni. Það þarf varla að spyrja að leikslokum í baráttu þeirra sem einungis eiga 7% af vatnsréttindum við LV sem er handhafi 93%. En um hitt má spyrja; hvaða rétt hefur sveitarfélag sem vill ekki þau landspjöll, sem eru samfara áformum Landsvirkjunar? Og hvað gerist ef það neitar að setja virkjanirnar á skipulag? Rétt er að vekja athygli á því að þetta mál er hluti stærri heildar er varðar nýtingu auðlinda þjóðarinnar og á sá málaflokkur vafalaust eftir að verða áberandi í pólitískri umræðu haustsins. Eftir er að fá niðurstöðu í verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar, arðsemi raforkusölu til stóriðju er umdeild, einnig stjórnsýsluleg meðferð smávirkjana, þá má nefna umhverfisáhrif jarðvarmavirkjana og deiluna um sjálfbærni þess að framleiða raforku með jarðgufu. Loks tengist þetta þjóðlendumálum og nýjum vatnalögunum. Í því sambandi er fróðlegt að spyrja hvort Samfylkingin sé enn sömu skoðunar og fyrir kosningar, að koma beri í veg fyrir að vatnalögin taki gildi 1. nóvember nk? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að deilt sé um samkomulag íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár. Samkomulagið var gert þremur dögum fyrir kosningar á þeim tíma sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var logandi hrædd um að þjóðin kysi yfir sig ríkisstjórn, sem væri gagnrýnin á stóriðjustefnuna og auðlindakapphlaup orkufyrirtækjanna. Á þessum tíma notaði ríkisstjórnin hvert tækifæri til að baða sig í kastljósi fjölmiðlanna í hvert sinn sem undirrita þurfti samninga um kosningaloforðin. En bara ekki í þessu tilfelli. Og nú benda þeir klaufalega hver á annan, fyrrverandi iðnaðarráðherra Jón Sigurðsson og Árni Mathiesen fjármálaráðherra. En hvað skýrir ásælni Landsvirkjunar í vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár? Hvers vegna máttu þau ekki vera áfram í umsjá ríkisins, m.ö.o. þjóðkjörinna fulltrúa? Því að með þessum hætti telur Landsvirkjun sig hafa betri samningstöðu í viðræðum við landeigendur og aðra vatnsréttarhafa heldur en ella. Þessa yfirburðastöðu nýtir Landsvirkjun svo til að sauma að landeigendum, sem eru mótfallnir virkjanaframkvæmdum í sveitinni sinni. Það þarf varla að spyrja að leikslokum í baráttu þeirra sem einungis eiga 7% af vatnsréttindum við LV sem er handhafi 93%. En um hitt má spyrja; hvaða rétt hefur sveitarfélag sem vill ekki þau landspjöll, sem eru samfara áformum Landsvirkjunar? Og hvað gerist ef það neitar að setja virkjanirnar á skipulag? Rétt er að vekja athygli á því að þetta mál er hluti stærri heildar er varðar nýtingu auðlinda þjóðarinnar og á sá málaflokkur vafalaust eftir að verða áberandi í pólitískri umræðu haustsins. Eftir er að fá niðurstöðu í verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar, arðsemi raforkusölu til stóriðju er umdeild, einnig stjórnsýsluleg meðferð smávirkjana, þá má nefna umhverfisáhrif jarðvarmavirkjana og deiluna um sjálfbærni þess að framleiða raforku með jarðgufu. Loks tengist þetta þjóðlendumálum og nýjum vatnalögunum. Í því sambandi er fróðlegt að spyrja hvort Samfylkingin sé enn sömu skoðunar og fyrir kosningar, að koma beri í veg fyrir að vatnalögin taki gildi 1. nóvember nk? Höfundur er alþingismaður.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun