Í hvað ásælist Landsvirkjun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 28. ágúst 2007 06:00 Það er eðlilegt að deilt sé um samkomulag íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár. Samkomulagið var gert þremur dögum fyrir kosningar á þeim tíma sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var logandi hrædd um að þjóðin kysi yfir sig ríkisstjórn, sem væri gagnrýnin á stóriðjustefnuna og auðlindakapphlaup orkufyrirtækjanna. Á þessum tíma notaði ríkisstjórnin hvert tækifæri til að baða sig í kastljósi fjölmiðlanna í hvert sinn sem undirrita þurfti samninga um kosningaloforðin. En bara ekki í þessu tilfelli. Og nú benda þeir klaufalega hver á annan, fyrrverandi iðnaðarráðherra Jón Sigurðsson og Árni Mathiesen fjármálaráðherra. En hvað skýrir ásælni Landsvirkjunar í vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár? Hvers vegna máttu þau ekki vera áfram í umsjá ríkisins, m.ö.o. þjóðkjörinna fulltrúa? Því að með þessum hætti telur Landsvirkjun sig hafa betri samningstöðu í viðræðum við landeigendur og aðra vatnsréttarhafa heldur en ella. Þessa yfirburðastöðu nýtir Landsvirkjun svo til að sauma að landeigendum, sem eru mótfallnir virkjanaframkvæmdum í sveitinni sinni. Það þarf varla að spyrja að leikslokum í baráttu þeirra sem einungis eiga 7% af vatnsréttindum við LV sem er handhafi 93%. En um hitt má spyrja; hvaða rétt hefur sveitarfélag sem vill ekki þau landspjöll, sem eru samfara áformum Landsvirkjunar? Og hvað gerist ef það neitar að setja virkjanirnar á skipulag? Rétt er að vekja athygli á því að þetta mál er hluti stærri heildar er varðar nýtingu auðlinda þjóðarinnar og á sá málaflokkur vafalaust eftir að verða áberandi í pólitískri umræðu haustsins. Eftir er að fá niðurstöðu í verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar, arðsemi raforkusölu til stóriðju er umdeild, einnig stjórnsýsluleg meðferð smávirkjana, þá má nefna umhverfisáhrif jarðvarmavirkjana og deiluna um sjálfbærni þess að framleiða raforku með jarðgufu. Loks tengist þetta þjóðlendumálum og nýjum vatnalögunum. Í því sambandi er fróðlegt að spyrja hvort Samfylkingin sé enn sömu skoðunar og fyrir kosningar, að koma beri í veg fyrir að vatnalögin taki gildi 1. nóvember nk? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að deilt sé um samkomulag íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár. Samkomulagið var gert þremur dögum fyrir kosningar á þeim tíma sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var logandi hrædd um að þjóðin kysi yfir sig ríkisstjórn, sem væri gagnrýnin á stóriðjustefnuna og auðlindakapphlaup orkufyrirtækjanna. Á þessum tíma notaði ríkisstjórnin hvert tækifæri til að baða sig í kastljósi fjölmiðlanna í hvert sinn sem undirrita þurfti samninga um kosningaloforðin. En bara ekki í þessu tilfelli. Og nú benda þeir klaufalega hver á annan, fyrrverandi iðnaðarráðherra Jón Sigurðsson og Árni Mathiesen fjármálaráðherra. En hvað skýrir ásælni Landsvirkjunar í vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár? Hvers vegna máttu þau ekki vera áfram í umsjá ríkisins, m.ö.o. þjóðkjörinna fulltrúa? Því að með þessum hætti telur Landsvirkjun sig hafa betri samningstöðu í viðræðum við landeigendur og aðra vatnsréttarhafa heldur en ella. Þessa yfirburðastöðu nýtir Landsvirkjun svo til að sauma að landeigendum, sem eru mótfallnir virkjanaframkvæmdum í sveitinni sinni. Það þarf varla að spyrja að leikslokum í baráttu þeirra sem einungis eiga 7% af vatnsréttindum við LV sem er handhafi 93%. En um hitt má spyrja; hvaða rétt hefur sveitarfélag sem vill ekki þau landspjöll, sem eru samfara áformum Landsvirkjunar? Og hvað gerist ef það neitar að setja virkjanirnar á skipulag? Rétt er að vekja athygli á því að þetta mál er hluti stærri heildar er varðar nýtingu auðlinda þjóðarinnar og á sá málaflokkur vafalaust eftir að verða áberandi í pólitískri umræðu haustsins. Eftir er að fá niðurstöðu í verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar, arðsemi raforkusölu til stóriðju er umdeild, einnig stjórnsýsluleg meðferð smávirkjana, þá má nefna umhverfisáhrif jarðvarmavirkjana og deiluna um sjálfbærni þess að framleiða raforku með jarðgufu. Loks tengist þetta þjóðlendumálum og nýjum vatnalögunum. Í því sambandi er fróðlegt að spyrja hvort Samfylkingin sé enn sömu skoðunar og fyrir kosningar, að koma beri í veg fyrir að vatnalögin taki gildi 1. nóvember nk? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar