Í hvað ásælist Landsvirkjun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 28. ágúst 2007 06:00 Það er eðlilegt að deilt sé um samkomulag íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár. Samkomulagið var gert þremur dögum fyrir kosningar á þeim tíma sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var logandi hrædd um að þjóðin kysi yfir sig ríkisstjórn, sem væri gagnrýnin á stóriðjustefnuna og auðlindakapphlaup orkufyrirtækjanna. Á þessum tíma notaði ríkisstjórnin hvert tækifæri til að baða sig í kastljósi fjölmiðlanna í hvert sinn sem undirrita þurfti samninga um kosningaloforðin. En bara ekki í þessu tilfelli. Og nú benda þeir klaufalega hver á annan, fyrrverandi iðnaðarráðherra Jón Sigurðsson og Árni Mathiesen fjármálaráðherra. En hvað skýrir ásælni Landsvirkjunar í vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár? Hvers vegna máttu þau ekki vera áfram í umsjá ríkisins, m.ö.o. þjóðkjörinna fulltrúa? Því að með þessum hætti telur Landsvirkjun sig hafa betri samningstöðu í viðræðum við landeigendur og aðra vatnsréttarhafa heldur en ella. Þessa yfirburðastöðu nýtir Landsvirkjun svo til að sauma að landeigendum, sem eru mótfallnir virkjanaframkvæmdum í sveitinni sinni. Það þarf varla að spyrja að leikslokum í baráttu þeirra sem einungis eiga 7% af vatnsréttindum við LV sem er handhafi 93%. En um hitt má spyrja; hvaða rétt hefur sveitarfélag sem vill ekki þau landspjöll, sem eru samfara áformum Landsvirkjunar? Og hvað gerist ef það neitar að setja virkjanirnar á skipulag? Rétt er að vekja athygli á því að þetta mál er hluti stærri heildar er varðar nýtingu auðlinda þjóðarinnar og á sá málaflokkur vafalaust eftir að verða áberandi í pólitískri umræðu haustsins. Eftir er að fá niðurstöðu í verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar, arðsemi raforkusölu til stóriðju er umdeild, einnig stjórnsýsluleg meðferð smávirkjana, þá má nefna umhverfisáhrif jarðvarmavirkjana og deiluna um sjálfbærni þess að framleiða raforku með jarðgufu. Loks tengist þetta þjóðlendumálum og nýjum vatnalögunum. Í því sambandi er fróðlegt að spyrja hvort Samfylkingin sé enn sömu skoðunar og fyrir kosningar, að koma beri í veg fyrir að vatnalögin taki gildi 1. nóvember nk? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að deilt sé um samkomulag íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár. Samkomulagið var gert þremur dögum fyrir kosningar á þeim tíma sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var logandi hrædd um að þjóðin kysi yfir sig ríkisstjórn, sem væri gagnrýnin á stóriðjustefnuna og auðlindakapphlaup orkufyrirtækjanna. Á þessum tíma notaði ríkisstjórnin hvert tækifæri til að baða sig í kastljósi fjölmiðlanna í hvert sinn sem undirrita þurfti samninga um kosningaloforðin. En bara ekki í þessu tilfelli. Og nú benda þeir klaufalega hver á annan, fyrrverandi iðnaðarráðherra Jón Sigurðsson og Árni Mathiesen fjármálaráðherra. En hvað skýrir ásælni Landsvirkjunar í vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár? Hvers vegna máttu þau ekki vera áfram í umsjá ríkisins, m.ö.o. þjóðkjörinna fulltrúa? Því að með þessum hætti telur Landsvirkjun sig hafa betri samningstöðu í viðræðum við landeigendur og aðra vatnsréttarhafa heldur en ella. Þessa yfirburðastöðu nýtir Landsvirkjun svo til að sauma að landeigendum, sem eru mótfallnir virkjanaframkvæmdum í sveitinni sinni. Það þarf varla að spyrja að leikslokum í baráttu þeirra sem einungis eiga 7% af vatnsréttindum við LV sem er handhafi 93%. En um hitt má spyrja; hvaða rétt hefur sveitarfélag sem vill ekki þau landspjöll, sem eru samfara áformum Landsvirkjunar? Og hvað gerist ef það neitar að setja virkjanirnar á skipulag? Rétt er að vekja athygli á því að þetta mál er hluti stærri heildar er varðar nýtingu auðlinda þjóðarinnar og á sá málaflokkur vafalaust eftir að verða áberandi í pólitískri umræðu haustsins. Eftir er að fá niðurstöðu í verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar, arðsemi raforkusölu til stóriðju er umdeild, einnig stjórnsýsluleg meðferð smávirkjana, þá má nefna umhverfisáhrif jarðvarmavirkjana og deiluna um sjálfbærni þess að framleiða raforku með jarðgufu. Loks tengist þetta þjóðlendumálum og nýjum vatnalögunum. Í því sambandi er fróðlegt að spyrja hvort Samfylkingin sé enn sömu skoðunar og fyrir kosningar, að koma beri í veg fyrir að vatnalögin taki gildi 1. nóvember nk? Höfundur er alþingismaður.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun