Innlent

Rændu áfengi og sælgæti á Ísafirði

MYND/GVA

Lögreglan á Vestfjörðum hefur upplýst innbrot í veitingahúsið Krúsina og Ísafjarðarbíó aðfaranótt síðastliðins laugardags. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tveir ungir karlmenn hafi viðurkennt að hafa framið innbrotið. Lögregla hefur lagt hald á hluta þýfisins, töluvert magn áfengis, sælgætis og fleira, í tengslum við rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×