Innlent

Nauðgunarleikur talinn ólöglegur

Hulstur Rapelay. Í tölvuleiknum fer sá sem spilar um borg í Japan og nauðgar konum. Leikurinn hefur verið úrskurðaður ólöglegur.
Hulstur Rapelay. Í tölvuleiknum fer sá sem spilar um borg í Japan og nauðgar konum. Leikurinn hefur verið úrskurðaður ólöglegur.

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur komist að því að japanski tölvuleikurinn RapeLay flokkist undir klámefni og sé því ólöglegur.

Í leiknum er farið um tölvuheima og konum nauðgað. Hann var fjarlægður af vefsvæði torrent.is í lok síðasta mánaðar, meðan lögreglan lagði mat á lögmæti hans.

Niðurstaðan er byggð á skilgreiningu dómsmálaráðuneytis og orðabókar á klámi. Munar mestu um að hann er ekki talinn hafa „listfræðilegan tilgang". Samkvæmt hegningarlögum er óleyfilegt að dreifa slíku efni og er refsingin allt að sex mánaða fangelsisvist.

Aðstandendur vefsvæðisins eru hins vegar ekki taldir hafa brotið lög. Einnig telur lögregla að erfitt sé að láta þá svara til saka sem dreifðu leiknum á svæðinu, því þeir séu margir hverjir utan lögsögu Íslands.

„Við hættum rannsókn vegna þess hvernig vefsvæði torrent.is er uppsett. Við teljum okkur ekki fært að sýna fram á hver sé að dreifa leiknum. Það er enginn einn sem dreifir, heldur þarf að púsla þessu saman úr skjölum margra notenda. Hins vegar mæltumst við til þess að hann yrði bannaður á vefsvæðinu," segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, lögfræðingur kynferðisbrotadeildar.

Alda telur öðru máli gegna ef leiknum yrði dreift á vefsvæði einstaklinga. Þeir gætu þurft að sæta ábyrgð.

Aðstandendur torrent.is ætla að fara að tilmælum lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.