Nauðgunarleikur talinn ólöglegur 28. júní 2007 06:15 Hulstur Rapelay. Í tölvuleiknum fer sá sem spilar um borg í Japan og nauðgar konum. Leikurinn hefur verið úrskurðaður ólöglegur. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur komist að því að japanski tölvuleikurinn RapeLay flokkist undir klámefni og sé því ólöglegur. Í leiknum er farið um tölvuheima og konum nauðgað. Hann var fjarlægður af vefsvæði torrent.is í lok síðasta mánaðar, meðan lögreglan lagði mat á lögmæti hans. Niðurstaðan er byggð á skilgreiningu dómsmálaráðuneytis og orðabókar á klámi. Munar mestu um að hann er ekki talinn hafa „listfræðilegan tilgang". Samkvæmt hegningarlögum er óleyfilegt að dreifa slíku efni og er refsingin allt að sex mánaða fangelsisvist. Aðstandendur vefsvæðisins eru hins vegar ekki taldir hafa brotið lög. Einnig telur lögregla að erfitt sé að láta þá svara til saka sem dreifðu leiknum á svæðinu, því þeir séu margir hverjir utan lögsögu Íslands. „Við hættum rannsókn vegna þess hvernig vefsvæði torrent.is er uppsett. Við teljum okkur ekki fært að sýna fram á hver sé að dreifa leiknum. Það er enginn einn sem dreifir, heldur þarf að púsla þessu saman úr skjölum margra notenda. Hins vegar mæltumst við til þess að hann yrði bannaður á vefsvæðinu," segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, lögfræðingur kynferðisbrotadeildar. Alda telur öðru máli gegna ef leiknum yrði dreift á vefsvæði einstaklinga. Þeir gætu þurft að sæta ábyrgð. Aðstandendur torrent.is ætla að fara að tilmælum lögreglu. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur komist að því að japanski tölvuleikurinn RapeLay flokkist undir klámefni og sé því ólöglegur. Í leiknum er farið um tölvuheima og konum nauðgað. Hann var fjarlægður af vefsvæði torrent.is í lok síðasta mánaðar, meðan lögreglan lagði mat á lögmæti hans. Niðurstaðan er byggð á skilgreiningu dómsmálaráðuneytis og orðabókar á klámi. Munar mestu um að hann er ekki talinn hafa „listfræðilegan tilgang". Samkvæmt hegningarlögum er óleyfilegt að dreifa slíku efni og er refsingin allt að sex mánaða fangelsisvist. Aðstandendur vefsvæðisins eru hins vegar ekki taldir hafa brotið lög. Einnig telur lögregla að erfitt sé að láta þá svara til saka sem dreifðu leiknum á svæðinu, því þeir séu margir hverjir utan lögsögu Íslands. „Við hættum rannsókn vegna þess hvernig vefsvæði torrent.is er uppsett. Við teljum okkur ekki fært að sýna fram á hver sé að dreifa leiknum. Það er enginn einn sem dreifir, heldur þarf að púsla þessu saman úr skjölum margra notenda. Hins vegar mæltumst við til þess að hann yrði bannaður á vefsvæðinu," segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, lögfræðingur kynferðisbrotadeildar. Alda telur öðru máli gegna ef leiknum yrði dreift á vefsvæði einstaklinga. Þeir gætu þurft að sæta ábyrgð. Aðstandendur torrent.is ætla að fara að tilmælum lögreglu.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira