Spenntur fyrir Einari Áskeli 28. júní 2007 07:45 Bernd Ogrodnik leikbrúðumeistari er í samræðum við höfund bókanna um Einar Áskel um að gera brúður fyrir hana eftir bókunum. „Ég hlakka til að hitta Gunillu og sjá hvað við getum gert saman, það er samt allt á samningastigi enn," segir brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik sem mun mögulega gera brúður fyrir sjónvarpsþætti um Einar Áskel. Sögupersónan Einar Áskell er íslenskum börnum vel kunnur. Bækurnar um hann hafa verið með vinsælustu barnabókunum á Íslandi frá því þær voru fyrst þýddar á íslensku. Alls er talið að um 90 þúsund eintök af bókunum hafi selst hérlendis. Einar Áskell á líka aðdáendur úti um allan heim en bækurnar um hann hafa selst í um sex milljónum eintaka á heimsvísu. „Gunilla Bergström, höfundur bókanna, sá mig með brúðurnar mínar í sænska sjónvarpinu og varð mjög hrifin. Hún hafði samband við mig og við erum í samræðum um að ég geri brúður fyrir bækurnar." Gunilla sá hann í íslenska sjónvarpsþættinum Út og suður sem hefur verið sýndur í sjónvarpi á Norðurlöndunum. Gunilla Bergström er höfundur bókanna um Einar Áskel. Bernd segir að margir framleiðendur hafi sóst eftir að fá að gera mynd eða sjónvarpsefni eftir bókunum en hingað til hefur Gunilla sagt nei við öllu því hún hafi ekki haft réttu tilfinninguna fyrir neinni af hugmyndunum. Þegar hún sá brúðurnar hans Bernds varð hún hins vegar strax mjög hrifin og sá þarna leið til að fara með Einar Áskel á nýjan vettvang. „Gunilla er ekki mikið í tölvusamskiptum þannig að einn daginn fékk ég bara rosastóran pakka í pósti. Í honum voru allar Einars Áskels bækurnar og við erum búin að vera í sambandi síðan þá." Bernd segist ekki hafa þekkt sérstaklega vel til bókanna fyrr en Gunilla hafði samband og þetta hafi því komið skemmtilega á óvart. Til stendur að Gunilla heimsæki Bernd í Skíðadalinn seinna í sumar. Besti vinur barnanna. Einar Áskell verður kannski gerður að leikbrúðu á Íslandi. Bernd er Íslendingum að góðu kunnur. Hann var nú nýverið tilnefndur til Grímunnar fyrir barnabrúðuleikhússýningu sína Pétur og úlfinn. Auk þess hefur hann meðal annars gert brúður fyrir Ronju ræningjadóttur, Pappírs-Pésa, Klaufa og kóngsdætur og sett upp fullorðins brúðusýninguna Umbreytingu á Listahátíð í fyrra. Hann hannaði einnig og stýrði leikbrúðum í brúðumyndinni Strings. Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
„Ég hlakka til að hitta Gunillu og sjá hvað við getum gert saman, það er samt allt á samningastigi enn," segir brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik sem mun mögulega gera brúður fyrir sjónvarpsþætti um Einar Áskel. Sögupersónan Einar Áskell er íslenskum börnum vel kunnur. Bækurnar um hann hafa verið með vinsælustu barnabókunum á Íslandi frá því þær voru fyrst þýddar á íslensku. Alls er talið að um 90 þúsund eintök af bókunum hafi selst hérlendis. Einar Áskell á líka aðdáendur úti um allan heim en bækurnar um hann hafa selst í um sex milljónum eintaka á heimsvísu. „Gunilla Bergström, höfundur bókanna, sá mig með brúðurnar mínar í sænska sjónvarpinu og varð mjög hrifin. Hún hafði samband við mig og við erum í samræðum um að ég geri brúður fyrir bækurnar." Gunilla sá hann í íslenska sjónvarpsþættinum Út og suður sem hefur verið sýndur í sjónvarpi á Norðurlöndunum. Gunilla Bergström er höfundur bókanna um Einar Áskel. Bernd segir að margir framleiðendur hafi sóst eftir að fá að gera mynd eða sjónvarpsefni eftir bókunum en hingað til hefur Gunilla sagt nei við öllu því hún hafi ekki haft réttu tilfinninguna fyrir neinni af hugmyndunum. Þegar hún sá brúðurnar hans Bernds varð hún hins vegar strax mjög hrifin og sá þarna leið til að fara með Einar Áskel á nýjan vettvang. „Gunilla er ekki mikið í tölvusamskiptum þannig að einn daginn fékk ég bara rosastóran pakka í pósti. Í honum voru allar Einars Áskels bækurnar og við erum búin að vera í sambandi síðan þá." Bernd segist ekki hafa þekkt sérstaklega vel til bókanna fyrr en Gunilla hafði samband og þetta hafi því komið skemmtilega á óvart. Til stendur að Gunilla heimsæki Bernd í Skíðadalinn seinna í sumar. Besti vinur barnanna. Einar Áskell verður kannski gerður að leikbrúðu á Íslandi. Bernd er Íslendingum að góðu kunnur. Hann var nú nýverið tilnefndur til Grímunnar fyrir barnabrúðuleikhússýningu sína Pétur og úlfinn. Auk þess hefur hann meðal annars gert brúður fyrir Ronju ræningjadóttur, Pappírs-Pésa, Klaufa og kóngsdætur og sett upp fullorðins brúðusýninguna Umbreytingu á Listahátíð í fyrra. Hann hannaði einnig og stýrði leikbrúðum í brúðumyndinni Strings.
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira