Nikola Karabatic í nærmynd 19. janúar 2007 15:45 NordicPhotos/GettyImages „Þið æfið of lítið" sagði þá tvítugur Nikola Karabatic við spænska stórliðið Ciudad Real þegar þeir buðu honum samning fyrir tveimur árum. Í stað þess ákvað hann að fara frá Montpellier til Kiel í Þýskalandi, þar sem hann hafði frétt að æfingar væru erfiðari og strangari en annarsstaðar undir stjórn Noka Serdarusic, gamals vinar pabba hans. Karabatic er nefnilega af handboltaættum. Þegar hann var bara fjögurra ára flutti hann með fjölskyldu sinni frá Júgóslavíu til Frakklands þar sem pabbi hans, Branco Karabatic lék sem atvinnumaður í handbolta. Eftir farsælan feril sem atvinnumaður hóf Branco feril sem þjálfari og hann starfar enn sem ráðgjafi fyrir franska handknattleikssambandið. Nikola fór að æfa handbolta aðeins sex ára gamall í Colmar og voru hæfileikar hans svo augljósir að þegar hann var 16 ára skrifaði hann undir atvinnumannasamning við toppliðið Montpellier. Þar vann hann fjóra meistaratitla, fjóra bikartitla og Meistaradeild Evrópu einu sinni, allt fyrir tvítugt en þá ákvað hann að flytja sig til Þýskalands. Auðvitað varð Karabatic meistari á sínu fyrsta tímabili með Kiel og var valinn besta vinstri skyttan í þýsku deildinni af öllum þeim sem á annað borð stunda slík kjör. Karabatic kemst ansi nærri því að vera hinn fullkomni handboltamaður. Hann er fljótur, með mikinn sprengikraft, frábæra skottækni, gott auga fyrir leiknum og frábært hugarfar. Í frönsku liði sem er svo til án veikra hlekkja stóð Karabatic uppi sem sá besti, með 11 mörk og magnaðan leik í úrslitaleiknum á móti Spánverjum á EM 2006, þar sem Frakkar gjörsigruðu heimsmeistarana 31-23. Það er engin spurning að þessi ungi og geysiöflugi leikmaður hefur æft vel og mikið með Kiel og hefur fullan hug á því að tryggja sér og Frökkum heimsmeistaratitil, í landinu sem sem er það þriðja sem hann hefur kallað sitt heimaland.Staða: Vinstri skyttaFæddur: 11. apríl 1984 í Nis í Serbíu (er með franskt ríkisfang og leikur fyrir franska landsliðið)Félagslið: Kiel í Þýskalandi Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
„Þið æfið of lítið" sagði þá tvítugur Nikola Karabatic við spænska stórliðið Ciudad Real þegar þeir buðu honum samning fyrir tveimur árum. Í stað þess ákvað hann að fara frá Montpellier til Kiel í Þýskalandi, þar sem hann hafði frétt að æfingar væru erfiðari og strangari en annarsstaðar undir stjórn Noka Serdarusic, gamals vinar pabba hans. Karabatic er nefnilega af handboltaættum. Þegar hann var bara fjögurra ára flutti hann með fjölskyldu sinni frá Júgóslavíu til Frakklands þar sem pabbi hans, Branco Karabatic lék sem atvinnumaður í handbolta. Eftir farsælan feril sem atvinnumaður hóf Branco feril sem þjálfari og hann starfar enn sem ráðgjafi fyrir franska handknattleikssambandið. Nikola fór að æfa handbolta aðeins sex ára gamall í Colmar og voru hæfileikar hans svo augljósir að þegar hann var 16 ára skrifaði hann undir atvinnumannasamning við toppliðið Montpellier. Þar vann hann fjóra meistaratitla, fjóra bikartitla og Meistaradeild Evrópu einu sinni, allt fyrir tvítugt en þá ákvað hann að flytja sig til Þýskalands. Auðvitað varð Karabatic meistari á sínu fyrsta tímabili með Kiel og var valinn besta vinstri skyttan í þýsku deildinni af öllum þeim sem á annað borð stunda slík kjör. Karabatic kemst ansi nærri því að vera hinn fullkomni handboltamaður. Hann er fljótur, með mikinn sprengikraft, frábæra skottækni, gott auga fyrir leiknum og frábært hugarfar. Í frönsku liði sem er svo til án veikra hlekkja stóð Karabatic uppi sem sá besti, með 11 mörk og magnaðan leik í úrslitaleiknum á móti Spánverjum á EM 2006, þar sem Frakkar gjörsigruðu heimsmeistarana 31-23. Það er engin spurning að þessi ungi og geysiöflugi leikmaður hefur æft vel og mikið með Kiel og hefur fullan hug á því að tryggja sér og Frökkum heimsmeistaratitil, í landinu sem sem er það þriðja sem hann hefur kallað sitt heimaland.Staða: Vinstri skyttaFæddur: 11. apríl 1984 í Nis í Serbíu (er með franskt ríkisfang og leikur fyrir franska landsliðið)Félagslið: Kiel í Þýskalandi
Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira