Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2025 18:32 Elín Klara Þorkelsdóttir átti fínan leik fyrir íslenska liðið i kvöld. Getty/DeFodi Íslenska landsliðið í handbolta fékk vænan skell er liðið tapaði með sjö mörkum gegn Spáni á HM í kvöld. Liðið byrjaði leikinn af krafti en hrun í seinni hálfleik varð liðinu að falli. Lokatölur 23-30 og ljóst að Ísland endar í neðsta sæti í milliriðlinum. Ísland byrjaði leikinn vel og var fyrri hálfleikur jafn og skiptust liðin á að leiða leikinn. Spánverjar fóru inn í hálfleik einu marki yfir 13-14. Ísland gerði vel í síðari hálfleik og komst strax tveimur mörkum yfir með þremur mörkum í röð. Fyrstu fimmtán mínúturnar í síðari hálfleik voru svipaður og í þeim fyrri. Jafn leikur þar sem liðin skiptust á því að skora. Spánverjar skoruðu svo fimm mörk í röð og komust í þriggja marka forystu, 19-21. Þá tók við algjört hrun hjá íslenska liðinu sem skoraði einungis tvö mörk á tuttugu mínútna kafla á meðan Spánverjar gerðu afar vel og tókst að komast í níu marka forystu 20-29. Ekki var aftur snúið hjá íslenska liðinu sem tapaði með sjö mörkum, 23-30. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta
Íslenska landsliðið í handbolta fékk vænan skell er liðið tapaði með sjö mörkum gegn Spáni á HM í kvöld. Liðið byrjaði leikinn af krafti en hrun í seinni hálfleik varð liðinu að falli. Lokatölur 23-30 og ljóst að Ísland endar í neðsta sæti í milliriðlinum. Ísland byrjaði leikinn vel og var fyrri hálfleikur jafn og skiptust liðin á að leiða leikinn. Spánverjar fóru inn í hálfleik einu marki yfir 13-14. Ísland gerði vel í síðari hálfleik og komst strax tveimur mörkum yfir með þremur mörkum í röð. Fyrstu fimmtán mínúturnar í síðari hálfleik voru svipaður og í þeim fyrri. Jafn leikur þar sem liðin skiptust á því að skora. Spánverjar skoruðu svo fimm mörk í röð og komust í þriggja marka forystu, 19-21. Þá tók við algjört hrun hjá íslenska liðinu sem skoraði einungis tvö mörk á tuttugu mínútna kafla á meðan Spánverjar gerðu afar vel og tókst að komast í níu marka forystu 20-29. Ekki var aftur snúið hjá íslenska liðinu sem tapaði með sjö mörkum, 23-30.