Þróun í útrás Valgerður Sverrisdóttir skrifar 22. apríl 2007 05:30 Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru metnaðarfyllstu markmið sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér frá stofnun S.þ. Alls eru þúsaldarmarkmiðin átta og leggur hið áttunda í röðinni áherslu á að styrkja hnattræna samvinnu um þróun. Í þessu felst ekki aðeins að auka beri opinber framlög til þróunarsamvinnu, stuðla að lækkun erlendra skulda þróunarríkjanna og bæta aðgang þróunarlandanna að mörkuðum í iðnríkjunum, heldur einnig viðurkenning á því mikilvæga hlutverki sem einkageirinn getur leikið við að skapa almenningi í fátækari ríkjum heims betri lífskjör. Fyrir skemmstu skrifaði ég undir samstarfssamning utanríkisráðuneytisins og Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um að efla samstarf hins opinbera og einkageirans í þróunarlöndum. Í samningnum felst að á næstu þremur árum verða sett saman fimm tilraunaverkefni í samstarfi við íslensk fyrirtæki, stofnanir og samtök sem miða að uppbyggingu á raunhæfu samstarfi opinberra aðila og einkageirans í þróunarríkjum. Utanríkisráðuneytið mun verja um 10 milljónum króna til verkefnisins. Af þessu tilefni hélt utanríkisráðuneytið og Þróunaráætlun S.þ. morgunverðarfund þar sem Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, hélt m.a. ávarp. Í máli Bjarna kom glögglega fram að Glitnir hefur með skýrum hætti skilgreint samfélagslega ábyrgð sína og sett sér ákveðin markmið um hvernig fyrirtækið ætlar sér að standa undir þeirri ábyrgð. Það er sannfæring mín að öflug alþjóðleg fyrirtæki sem axla samfélagslega ábyrgð sína af heilum hug geti skipt sköpum fyrir efnahagsþróun í fátækari ríkjum heims. Þess vegna tel ég mjög brýnt að auka samstarf hins opinbera og einkageirans enn frekar þegar kemur að þátttöku Íslands í þróunarsamvinnu. Undirritun samstarfssamningsins við Þróunaráætlun S.þ. er meðal fyrstu skrefanna í þessa átt. En ég tel að við eigum að taka fleiri og stærri skref. Eitt slíkt skref gæti verið stofnun sérstaks fjárfestingarsjóðs sem komið gæti að útrás íslenskra fyrirtækja til þróunarríkja og uppbyggingu viðskipta við þróunarlönd. Fyrirmyndir af slíkum sjóðum má finna víða í nágrannalöndum. Leiðin að þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanan kann að virðast löng og torsótt. En með hverju því skrefi sem við stígum af þessu tagi færumst við nær þessum brýnustu markmiðum alþjóðasamfélagsins.Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru metnaðarfyllstu markmið sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér frá stofnun S.þ. Alls eru þúsaldarmarkmiðin átta og leggur hið áttunda í röðinni áherslu á að styrkja hnattræna samvinnu um þróun. Í þessu felst ekki aðeins að auka beri opinber framlög til þróunarsamvinnu, stuðla að lækkun erlendra skulda þróunarríkjanna og bæta aðgang þróunarlandanna að mörkuðum í iðnríkjunum, heldur einnig viðurkenning á því mikilvæga hlutverki sem einkageirinn getur leikið við að skapa almenningi í fátækari ríkjum heims betri lífskjör. Fyrir skemmstu skrifaði ég undir samstarfssamning utanríkisráðuneytisins og Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um að efla samstarf hins opinbera og einkageirans í þróunarlöndum. Í samningnum felst að á næstu þremur árum verða sett saman fimm tilraunaverkefni í samstarfi við íslensk fyrirtæki, stofnanir og samtök sem miða að uppbyggingu á raunhæfu samstarfi opinberra aðila og einkageirans í þróunarríkjum. Utanríkisráðuneytið mun verja um 10 milljónum króna til verkefnisins. Af þessu tilefni hélt utanríkisráðuneytið og Þróunaráætlun S.þ. morgunverðarfund þar sem Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, hélt m.a. ávarp. Í máli Bjarna kom glögglega fram að Glitnir hefur með skýrum hætti skilgreint samfélagslega ábyrgð sína og sett sér ákveðin markmið um hvernig fyrirtækið ætlar sér að standa undir þeirri ábyrgð. Það er sannfæring mín að öflug alþjóðleg fyrirtæki sem axla samfélagslega ábyrgð sína af heilum hug geti skipt sköpum fyrir efnahagsþróun í fátækari ríkjum heims. Þess vegna tel ég mjög brýnt að auka samstarf hins opinbera og einkageirans enn frekar þegar kemur að þátttöku Íslands í þróunarsamvinnu. Undirritun samstarfssamningsins við Þróunaráætlun S.þ. er meðal fyrstu skrefanna í þessa átt. En ég tel að við eigum að taka fleiri og stærri skref. Eitt slíkt skref gæti verið stofnun sérstaks fjárfestingarsjóðs sem komið gæti að útrás íslenskra fyrirtækja til þróunarríkja og uppbyggingu viðskipta við þróunarlönd. Fyrirmyndir af slíkum sjóðum má finna víða í nágrannalöndum. Leiðin að þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanan kann að virðast löng og torsótt. En með hverju því skrefi sem við stígum af þessu tagi færumst við nær þessum brýnustu markmiðum alþjóðasamfélagsins.Höfundur er utanríkisráðherra.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun