Börn og foreldrar Oddný Sturludóttir skrifar 3. apríl 2007 00:01 Fyrir tæpum fjórum árum slóst ég í lið með foreldrum landsins og nú eru börnin orðin tvö. Það er engu um það logið að þetta eru merkileg tímamót, foreldrar kinka líklegast allir kolli yfir þeirri staðreynd. Lífssýnin breytist og það sem var merkilegt er nú hjákátlegt, það sem þótti smámál er nú mikilsvert. En mér hefur ekki staðið á sama um kæruleysi stjórnvalda gagnvart sínum yngstu borgurum. Börn og foreldrar þeirra þurfa óskipta athygli okkar allra. Fjöregg samfélagsins, hornsteinn þjóðfélagsins, grundvöllur mannlífsins: það er sama hvaða nafni stjórnmálamenn, ráðherrar og forsetar kjósa að kalla okkur – við þurfum óskipta athygli. Það er góður mælikvarði á þroska hverrar þjóðar hversu vel er búið að börnum og foreldrum þeirra. Mikil og þörf umræða hefur átt sér stað undanfarið um aðbúnað barna, hamingju þeirra og aðstæður. En umræðan hefur líka verið þrælerfið og opnað augu okkar upp á gátt fyrir því að börnum á Íslandi líður mörgum hverjum illa. Þau skortir tíma foreldra sinna, þau skortir úrræði ef þau veikjast andlega, þau skortir ró og frið, þau skortir líkamlegt og andlegt atlæti, þau skortir skjól gegn vondum öflum, þau skortir pabba sinn, þau skortir mömmu sína. Við foreldrarnir erum að reyna að gera okkar besta. En samfélagið leggst ekki á árarnar með okkur. Fyrirtæki bera líka ábyrgð, stjórnvöld bera gríðarmikla ábyrgð. Kannski þurfum við að doka við og spyrja: Eigum við að hætta að vinna klukkan fjögur? En klukkan þrjú? Hver ákvað að það væri eðilegt að börn væru lengur í vinnunni en margir fullorðnir? Hver ákvað að það væri eins og hvað annað náttúrulögmál að örfá úrræði eru fyrir geðveik börn, fyrir unga fíkla? Hver ákvað að tannviðgerðir barna ættu að kosta svo mikið? Hver ákvað að fátækt ætti að líðast og að börn fátækra líði mest? Hver ákvað að tekjutengja barnabætur svo harkalega að þær eru varla fátækrastyrkur? Hver ákvað að dýrtíð, okur, hátt matvæla- og fasteignaverð væri eins og hvert annað súrt epli að bíta í? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi um daginn að börnin ættu rétt á tíma foreldra sinna – rétt eins og fyrirtækin. Mæli hún allra kvenna heilust. Börn hafa ekki atkvæðisrétt en þó ættu stjórnmálaöfl að hugsa fyrst og síðast um þarfir þeirra. Barnapólitík Samfylkingarinnar er tímamótastefna í íslenskum stjórnmálum. Loksins, loksins hafa börnin í landinu eignast málsvara. Ég hvet alla sem sem haldið hafa lítilli barnshönd í lófa sínum, horfst í lítil augu og fundið til ábyrgðar, væntumþykju og kannski vanmáttar, til að lesa Unga Ísland, barnastefnu jafnaðarfólks, á heimasíðu Samfylkingar. Ég skal ganga um fjöll og dali og kynna hana fyrir foreldrum, svo mikilvæga tel ég hana vera. Hún lýsir draumalandi, landi jöfnuðar og virðingar fyrir börnum og foreldrum þeirra. Ég kýs það fyrir mín börn, hvað kýst þú? Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fjórum árum slóst ég í lið með foreldrum landsins og nú eru börnin orðin tvö. Það er engu um það logið að þetta eru merkileg tímamót, foreldrar kinka líklegast allir kolli yfir þeirri staðreynd. Lífssýnin breytist og það sem var merkilegt er nú hjákátlegt, það sem þótti smámál er nú mikilsvert. En mér hefur ekki staðið á sama um kæruleysi stjórnvalda gagnvart sínum yngstu borgurum. Börn og foreldrar þeirra þurfa óskipta athygli okkar allra. Fjöregg samfélagsins, hornsteinn þjóðfélagsins, grundvöllur mannlífsins: það er sama hvaða nafni stjórnmálamenn, ráðherrar og forsetar kjósa að kalla okkur – við þurfum óskipta athygli. Það er góður mælikvarði á þroska hverrar þjóðar hversu vel er búið að börnum og foreldrum þeirra. Mikil og þörf umræða hefur átt sér stað undanfarið um aðbúnað barna, hamingju þeirra og aðstæður. En umræðan hefur líka verið þrælerfið og opnað augu okkar upp á gátt fyrir því að börnum á Íslandi líður mörgum hverjum illa. Þau skortir tíma foreldra sinna, þau skortir úrræði ef þau veikjast andlega, þau skortir ró og frið, þau skortir líkamlegt og andlegt atlæti, þau skortir skjól gegn vondum öflum, þau skortir pabba sinn, þau skortir mömmu sína. Við foreldrarnir erum að reyna að gera okkar besta. En samfélagið leggst ekki á árarnar með okkur. Fyrirtæki bera líka ábyrgð, stjórnvöld bera gríðarmikla ábyrgð. Kannski þurfum við að doka við og spyrja: Eigum við að hætta að vinna klukkan fjögur? En klukkan þrjú? Hver ákvað að það væri eðilegt að börn væru lengur í vinnunni en margir fullorðnir? Hver ákvað að það væri eins og hvað annað náttúrulögmál að örfá úrræði eru fyrir geðveik börn, fyrir unga fíkla? Hver ákvað að tannviðgerðir barna ættu að kosta svo mikið? Hver ákvað að fátækt ætti að líðast og að börn fátækra líði mest? Hver ákvað að tekjutengja barnabætur svo harkalega að þær eru varla fátækrastyrkur? Hver ákvað að dýrtíð, okur, hátt matvæla- og fasteignaverð væri eins og hvert annað súrt epli að bíta í? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi um daginn að börnin ættu rétt á tíma foreldra sinna – rétt eins og fyrirtækin. Mæli hún allra kvenna heilust. Börn hafa ekki atkvæðisrétt en þó ættu stjórnmálaöfl að hugsa fyrst og síðast um þarfir þeirra. Barnapólitík Samfylkingarinnar er tímamótastefna í íslenskum stjórnmálum. Loksins, loksins hafa börnin í landinu eignast málsvara. Ég hvet alla sem sem haldið hafa lítilli barnshönd í lófa sínum, horfst í lítil augu og fundið til ábyrgðar, væntumþykju og kannski vanmáttar, til að lesa Unga Ísland, barnastefnu jafnaðarfólks, á heimasíðu Samfylkingar. Ég skal ganga um fjöll og dali og kynna hana fyrir foreldrum, svo mikilvæga tel ég hana vera. Hún lýsir draumalandi, landi jöfnuðar og virðingar fyrir börnum og foreldrum þeirra. Ég kýs það fyrir mín börn, hvað kýst þú? Höfundur er borgarfulltrúi.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun