Innlent

Viðskiptaráðherra afhuga stóriðju

Viðskiptaráðherra er andvígur því að reistar verði þrjár nýjar virkjanir í neðri hluta Þjórsár og vonar að stóriðjutímabilinu sé lokið á Íslandi. Hann segir samkomulag um það í ríkisstjórninni að taka aftur til Alþingis ákvarðanir um virkjanaleyfi.

Viðskiptaráðherra var gestur í hádegisviðtali stöðvar tvö í dag þar sem rætt var um það sem kallað hefur verið hið nýja atvinnulíf. Þar sagði hann ákvörðun iðnaðarráðherra á dögunum um að gefa ekki út rannsóknarleyfi sýna það að ríkisstjórnin ætli sér að hægja stóriðjustefnu undanfarinna ára og um það ríki sátt innan ríkisstjórnarinna.

Hann sagði sum mál eins og til dæmis Þjórárvirkjanirnar komin úr höndum ríkisstjórnarinnar en segist sjálfur andvígur því að reisa þessar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár og vonar að þær verði ekki að veruleika

Samfylkingin gagnrýndi harðlega ákvörðun fyrri ríkisstjórnar um að færa ákvörðunarvaldið um virkjanaleyfi frá Alþingi til svietarfélaga.

Björgvin segir það ætlun ríkisstjórnarinnar að taka aftur til Alþingis ákvörðunina um virkjanaleyfi en það var fært frá Alþingi til sveitarfélaga af fyrri ríkisstjórn. Hann segir mikilvægt að miðsetja mun meira umræðuna um virkjanamál.

Viðskiptaráðherra sér fyrir sér að nú sé stóriðjutímabilinu að ljúka og segir framtíðina vera í nýsköpun og sprotaverkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×