Innlent

Á annað þúsund Harry Potter bóka seldist í gærkvöld

Hátt í tvö þúsund eintök af bókinni Deathly Hallow, sjöundu og jafnframt síðustu bókinni í ritröðinni um galdradrenginn Harry Potter, seldust í bókaverslunum í gærkvöld.

Sala bókarinnar hófst stundvíslega eina mínútu yfir ellefu í gærkvöld og höfðu bókaaðdáendur myndað langar raðir fyrir utan bókaverslanir í miðbænum. Sumir þeirra höfðu mætt fyrir utan verslanir deginum áður og beðið í rúman sólarhring eftir bókinni. Búist er við fleiri hundruð bóka seljist um helgina og segja starfsmenn bókaverslana að rífandi sala hafi verið á bókinni í morgun.

Beðið hefur verið eftir bókinni með mikilli eftirvæntingu og segja starfsmenn Máls og menningar meira írafár í kringum síðustu bókina en aðrar Harry Potter bækur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×