Innlent

Fagna ákvörðun um fjölgun sjúkraflutningamanna

Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fagnar vilja heilbrigðisráðherra til að bæta þjónustustig sjúkraflutninga á andsbyggðinni. Landsambandið hefur mörg undanfarin ár gagnrýnt ástandið sem á sumum stöðum hefur verið algerlega óviðunandi að þeirra mati.

Gagnrýni landsambandsins hefur einkum beinst að því að á sumum stöðum á landinu hefur aðeins einn sjúkraflutningamaður annast flutning sjúkra og slasaðra en eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur landsambandið gagnrýnt þetta fyrirkomulag harðlega. Það fagnar því viðbrögðum heilbrigðisráðherra sem hefur fjölgað sjúkraflutnigamönnum í Borgarnesi og ákveðið að að setja á fót vinnuhóp til að fara yfir stöðu mála um land allt. Landsambandið vonast til þess að þegar starfi vinnuhópsins lýkur í október verði þetta vandamál úr sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×