Innlent

Framlag Íslendinga til flóttamannahjálpar Palestínu tvöfaldað

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að framlag íslendinga til flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu yrði tvöfaldað á næsta ári. Þá mun íslenska ríkið greiða 28 milljónir til verkefnisins. Ingibjörg tilkynnti þetta á hádegisverðarfundi með framkvæmdastjóra flóttamannahjálparinnar í Ísrael í gær. Auk þess muni íslenska ríkið leggja fram fé til kvennamiðstöðvar palestínsku flóttamannabúðanna í Shufak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×