Innlent

Jötunn kominn norður í land til rannsóknarborana

MYND/Gunnar Hnefill Örlygsson

Borinn Jötunn er kominn til Húsavíkur en hann verður á næstunni notaður til að bora fjórar rannsóknarholur á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslu vegna hugsanlegst álvers við Bakka.

Fram kemur á vef Norðurþings að borinn hafi að undanförnu verið notaður á Azoreyjum og er nokkur fjöldi Húsvíkinga í áhöfn hans. Reiknað er með rannsóknarholurnar í Þingeyjarsýslu verði boraðar í sumar og að því loknu verði búið að afla um 40 prósent af þeirri gufu sem þarf vegna fyrri áfanga álversins, en áætlað er að gangsetja það á miðju ári 2012.

Þrjár rannsóknarholur verða boraðar á Kröflu- og Bjarnarflagssvæði og ein hola á Þeistareykjum. Áætlaður rannsóknarkostnaður á þessum svæðum í ár er um 1 milljarður króna, sem er svipaður kostnaður og í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×