Innlent

Karlmaður dæmdur fyrir fíkniefnabrot

MYND/365

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands til að greiða 60 þúsund krónur í sekt fyrir vörslu á ólöglegu fíkniefni. Maðurinn hefur fimm sinnum áður fengið dóm vegna brota á lögum um ávana- og fíkniefni.

Lögreglan fann fíkniefnin í buxum mannsins við húsleit í Skeiða- og Gnúpverjahreppi síðastliðið haust en um var að ræða 0,15 grömm af amfetamíni.

Fær maðurinn fjórar vikur til að greiða sektina en að öðrum kosti sæta sex daga fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×