Cliff bauð öllum í kvöldmat 28. mars 2007 10:00 Tónlistarmaðurinn Cliff Richard heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld. Sir Cliff Richard, sem heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld, bauð hópnum sem hefur verið með honum á tónleikaferð um heiminn í mat á Austur-Indíafélaginu í fyrrakvöld. „Þetta eru síðustu tónleikarnir í ferðinni. Hann er búinn að vera í sex mánuði að flækjast með þessum 24 manna hópi og bauð þeim í mat,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Væntanlega hefur matarboðið kostað Richard skildinginn, enda er Austur-Indíafélagið meðal dýrustu og bestu veitingastaða borgarinnar. Í stuttu spjalli við Fréttablaðið vildi Manoj Kumar, framkvæmdastjóri hjá Austur-Indíafélaginu, ekki gefa upp hversu mikið máltíðin hafi kostað en tók það fram að Richard hafi átt góða kvöldstund með samstarfsfólki sínu. Snæddu þau m.a. dýrindis íslenskt lambakjöt.Humar í hádegismatÍ hádeginu í gær gæddi Richard sér síðan á humri á veitingastaðnum Við fjöruborðið á Stokkseyri, áður en ferðinni var heitið á Gullfoss og Geysi, eins og erlendra ferðamanna er siður. Að sögn Guðbjarts hefur Richard hrifist mjög af Íslandi, þó að honum hafi ekki litist á blikuna fyrst þegar hann leit út um gluggann í gærmorgun á snævi þakta jörðina. Richard mun ásamt stórri hljómsveit, taka flest sín þekktustu lög á tónleikunum, þar á meðal Summer Holiday, Bachelor Boy, The Young Ones og We Don"t Talk Any More. Engu verður til sparað til að gera þessa tónleika sem glæsilegasta og verða m.a. risaskjáir settir upp hvor til sinnar hliðar við sviðið. Eftir tónleikana mun Richard væntanlega taka sér ársfrí frá tónleikahaldi. Stólar fyrir þreytta gestiÁ tónleikunum verða stólar í anddyrinu fyrir þá sem vilja hvíla sig. „Hann byrjar klukkan átta og síðan verður smá hlé. Þetta verður búið kannski um hálfellefuleytið, þannig að það verður fullt af stólum fyrir þá sem eru standandi. Ég vil gera þetta eins þægilegt fyrir fólk og hægt er,“ segir Guðbjartur.Uppselt er í stúku á tónleikana en enn eru til miðar í stæði og fer miðasalan m.a. fram á midi.is. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Sir Cliff Richard, sem heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld, bauð hópnum sem hefur verið með honum á tónleikaferð um heiminn í mat á Austur-Indíafélaginu í fyrrakvöld. „Þetta eru síðustu tónleikarnir í ferðinni. Hann er búinn að vera í sex mánuði að flækjast með þessum 24 manna hópi og bauð þeim í mat,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Væntanlega hefur matarboðið kostað Richard skildinginn, enda er Austur-Indíafélagið meðal dýrustu og bestu veitingastaða borgarinnar. Í stuttu spjalli við Fréttablaðið vildi Manoj Kumar, framkvæmdastjóri hjá Austur-Indíafélaginu, ekki gefa upp hversu mikið máltíðin hafi kostað en tók það fram að Richard hafi átt góða kvöldstund með samstarfsfólki sínu. Snæddu þau m.a. dýrindis íslenskt lambakjöt.Humar í hádegismatÍ hádeginu í gær gæddi Richard sér síðan á humri á veitingastaðnum Við fjöruborðið á Stokkseyri, áður en ferðinni var heitið á Gullfoss og Geysi, eins og erlendra ferðamanna er siður. Að sögn Guðbjarts hefur Richard hrifist mjög af Íslandi, þó að honum hafi ekki litist á blikuna fyrst þegar hann leit út um gluggann í gærmorgun á snævi þakta jörðina. Richard mun ásamt stórri hljómsveit, taka flest sín þekktustu lög á tónleikunum, þar á meðal Summer Holiday, Bachelor Boy, The Young Ones og We Don"t Talk Any More. Engu verður til sparað til að gera þessa tónleika sem glæsilegasta og verða m.a. risaskjáir settir upp hvor til sinnar hliðar við sviðið. Eftir tónleikana mun Richard væntanlega taka sér ársfrí frá tónleikahaldi. Stólar fyrir þreytta gestiÁ tónleikunum verða stólar í anddyrinu fyrir þá sem vilja hvíla sig. „Hann byrjar klukkan átta og síðan verður smá hlé. Þetta verður búið kannski um hálfellefuleytið, þannig að það verður fullt af stólum fyrir þá sem eru standandi. Ég vil gera þetta eins þægilegt fyrir fólk og hægt er,“ segir Guðbjartur.Uppselt er í stúku á tónleikana en enn eru til miðar í stæði og fer miðasalan m.a. fram á midi.is.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira