Lífið

Heather Mills dansandi hress

Heather Mills ásamt dansfélaga sínum í þættinum Dancing With the Stars.
Heather Mills ásamt dansfélaga sínum í þættinum Dancing With the Stars.

Heather Mills, sem er að skilja við Bítilinn fyrrverandi Sir Paul McCartney, kom á dögunum fram í raunveruleikaþættinum Dancing With the Stars í fyrsta sinn.

Um er að ræða bandaríska útgáfu af breska þættinum Strictly Come Dancing þar sem þekktir einstaklingar sýna danshæfileika sína. Mills, sem er með gervifót eftir að hafa lent í bílslysi árið 1993, fékk góða dóma fyrir sinn dans. Hún sagðist hafa ákveðið að taka þátt í þættinum til að sýna fólki að það ætti ekki að láta fötlun aftra sér frá því að láta drauma sína rætast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.