Uppbygging áliðnaðar er ekki hagstjórnartæki 13. mars 2007 05:00 Að undanförnu hafa sumir stjórnmálamenn lýst því yfir að koma ætti í veg fyrir eða fresta framkvæmdum við álver í Straumsvík og Helguvík. Fyrir því hafa einkum verið nefndar tvær ástæður. Önnur er sú að kæla þurfi hagkerfið og koma á jafnvægi en hin varðar náttúruverndarsjónarmið. Síðarnefnda sjónarmiðið er efnislegt og málefnalegt. Ýmsir telja að ekki megi ganga á gæði náttúrunnar þótt miklir efnahagslegir hagsmunir séu í húfi. Það fólk mun ekki sættast á neina málamiðlun hvað varðar nýtingu ýmissa náttúruauðlinda. Náttúran skal njóta alls vafa. Þetta er staðföst trú og sem slík getur hún ekki verið röng. Aðrir geta hins vegar verið þessu ósammála. Fyrrnefnda ástæðan stenst hins vegar alls ekki. Það er býsna sérstök hagstjórnarleið að ætla sér að stöðva uppbyggingu einnar atvinnugreinar til að koma á jafnvægi á ný. Þá mætti eins leggja til að dregið yrði úr þorskveiðum eða reynt að fækka ferðamönnum. Enn betra væri að reyna að hemja bankana enda eru þeir miklu fyrirferðarmeiri í hagkerfinu en áliðnaður. Allar þessar aðgerðir myndu hægja á hagkerfinu en líklega dytti engum það í hug. Samt vilja sumir stöðva uppbyggingu áliðnaðar í hagstjórnarskyni. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að hér ríki efnahagslegur stöðugleiki. Náist slík markmið ekki er það á þeirra ábyrgð, ekki einstakra atvinnugreina. Eigi að endurheimta nauðsynlegan stöðugleika geta ábyrg stjórnvöld ekki sett einni atvinnugrein frekar en annarri stólinn fyrir dyrnar. Áliðnaður á Íslandi getur ekki tekið að sér það hlutverk stjórnvalda. Ábyrg efnahagsstjórn felst í því að beita ríkisfjármálum og peningamálastefnu til að ná slíkum markmiðum. Til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika ættu stjórnmálamenn frekar að útlista hvernig þeir hyggjast beita hinum raunverulegu hagstjórnartækjum komist þeir til valda. Vissulega er verk að vinna að endurheimta stöðugleikann. Það er hins vegar ekki hlutverk áliðnaðar á Íslandi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa sumir stjórnmálamenn lýst því yfir að koma ætti í veg fyrir eða fresta framkvæmdum við álver í Straumsvík og Helguvík. Fyrir því hafa einkum verið nefndar tvær ástæður. Önnur er sú að kæla þurfi hagkerfið og koma á jafnvægi en hin varðar náttúruverndarsjónarmið. Síðarnefnda sjónarmiðið er efnislegt og málefnalegt. Ýmsir telja að ekki megi ganga á gæði náttúrunnar þótt miklir efnahagslegir hagsmunir séu í húfi. Það fólk mun ekki sættast á neina málamiðlun hvað varðar nýtingu ýmissa náttúruauðlinda. Náttúran skal njóta alls vafa. Þetta er staðföst trú og sem slík getur hún ekki verið röng. Aðrir geta hins vegar verið þessu ósammála. Fyrrnefnda ástæðan stenst hins vegar alls ekki. Það er býsna sérstök hagstjórnarleið að ætla sér að stöðva uppbyggingu einnar atvinnugreinar til að koma á jafnvægi á ný. Þá mætti eins leggja til að dregið yrði úr þorskveiðum eða reynt að fækka ferðamönnum. Enn betra væri að reyna að hemja bankana enda eru þeir miklu fyrirferðarmeiri í hagkerfinu en áliðnaður. Allar þessar aðgerðir myndu hægja á hagkerfinu en líklega dytti engum það í hug. Samt vilja sumir stöðva uppbyggingu áliðnaðar í hagstjórnarskyni. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að hér ríki efnahagslegur stöðugleiki. Náist slík markmið ekki er það á þeirra ábyrgð, ekki einstakra atvinnugreina. Eigi að endurheimta nauðsynlegan stöðugleika geta ábyrg stjórnvöld ekki sett einni atvinnugrein frekar en annarri stólinn fyrir dyrnar. Áliðnaður á Íslandi getur ekki tekið að sér það hlutverk stjórnvalda. Ábyrg efnahagsstjórn felst í því að beita ríkisfjármálum og peningamálastefnu til að ná slíkum markmiðum. Til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika ættu stjórnmálamenn frekar að útlista hvernig þeir hyggjast beita hinum raunverulegu hagstjórnartækjum komist þeir til valda. Vissulega er verk að vinna að endurheimta stöðugleikann. Það er hins vegar ekki hlutverk áliðnaðar á Íslandi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar