Uppbygging áliðnaðar er ekki hagstjórnartæki 13. mars 2007 05:00 Að undanförnu hafa sumir stjórnmálamenn lýst því yfir að koma ætti í veg fyrir eða fresta framkvæmdum við álver í Straumsvík og Helguvík. Fyrir því hafa einkum verið nefndar tvær ástæður. Önnur er sú að kæla þurfi hagkerfið og koma á jafnvægi en hin varðar náttúruverndarsjónarmið. Síðarnefnda sjónarmiðið er efnislegt og málefnalegt. Ýmsir telja að ekki megi ganga á gæði náttúrunnar þótt miklir efnahagslegir hagsmunir séu í húfi. Það fólk mun ekki sættast á neina málamiðlun hvað varðar nýtingu ýmissa náttúruauðlinda. Náttúran skal njóta alls vafa. Þetta er staðföst trú og sem slík getur hún ekki verið röng. Aðrir geta hins vegar verið þessu ósammála. Fyrrnefnda ástæðan stenst hins vegar alls ekki. Það er býsna sérstök hagstjórnarleið að ætla sér að stöðva uppbyggingu einnar atvinnugreinar til að koma á jafnvægi á ný. Þá mætti eins leggja til að dregið yrði úr þorskveiðum eða reynt að fækka ferðamönnum. Enn betra væri að reyna að hemja bankana enda eru þeir miklu fyrirferðarmeiri í hagkerfinu en áliðnaður. Allar þessar aðgerðir myndu hægja á hagkerfinu en líklega dytti engum það í hug. Samt vilja sumir stöðva uppbyggingu áliðnaðar í hagstjórnarskyni. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að hér ríki efnahagslegur stöðugleiki. Náist slík markmið ekki er það á þeirra ábyrgð, ekki einstakra atvinnugreina. Eigi að endurheimta nauðsynlegan stöðugleika geta ábyrg stjórnvöld ekki sett einni atvinnugrein frekar en annarri stólinn fyrir dyrnar. Áliðnaður á Íslandi getur ekki tekið að sér það hlutverk stjórnvalda. Ábyrg efnahagsstjórn felst í því að beita ríkisfjármálum og peningamálastefnu til að ná slíkum markmiðum. Til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika ættu stjórnmálamenn frekar að útlista hvernig þeir hyggjast beita hinum raunverulegu hagstjórnartækjum komist þeir til valda. Vissulega er verk að vinna að endurheimta stöðugleikann. Það er hins vegar ekki hlutverk áliðnaðar á Íslandi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa sumir stjórnmálamenn lýst því yfir að koma ætti í veg fyrir eða fresta framkvæmdum við álver í Straumsvík og Helguvík. Fyrir því hafa einkum verið nefndar tvær ástæður. Önnur er sú að kæla þurfi hagkerfið og koma á jafnvægi en hin varðar náttúruverndarsjónarmið. Síðarnefnda sjónarmiðið er efnislegt og málefnalegt. Ýmsir telja að ekki megi ganga á gæði náttúrunnar þótt miklir efnahagslegir hagsmunir séu í húfi. Það fólk mun ekki sættast á neina málamiðlun hvað varðar nýtingu ýmissa náttúruauðlinda. Náttúran skal njóta alls vafa. Þetta er staðföst trú og sem slík getur hún ekki verið röng. Aðrir geta hins vegar verið þessu ósammála. Fyrrnefnda ástæðan stenst hins vegar alls ekki. Það er býsna sérstök hagstjórnarleið að ætla sér að stöðva uppbyggingu einnar atvinnugreinar til að koma á jafnvægi á ný. Þá mætti eins leggja til að dregið yrði úr þorskveiðum eða reynt að fækka ferðamönnum. Enn betra væri að reyna að hemja bankana enda eru þeir miklu fyrirferðarmeiri í hagkerfinu en áliðnaður. Allar þessar aðgerðir myndu hægja á hagkerfinu en líklega dytti engum það í hug. Samt vilja sumir stöðva uppbyggingu áliðnaðar í hagstjórnarskyni. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að hér ríki efnahagslegur stöðugleiki. Náist slík markmið ekki er það á þeirra ábyrgð, ekki einstakra atvinnugreina. Eigi að endurheimta nauðsynlegan stöðugleika geta ábyrg stjórnvöld ekki sett einni atvinnugrein frekar en annarri stólinn fyrir dyrnar. Áliðnaður á Íslandi getur ekki tekið að sér það hlutverk stjórnvalda. Ábyrg efnahagsstjórn felst í því að beita ríkisfjármálum og peningamálastefnu til að ná slíkum markmiðum. Til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika ættu stjórnmálamenn frekar að útlista hvernig þeir hyggjast beita hinum raunverulegu hagstjórnartækjum komist þeir til valda. Vissulega er verk að vinna að endurheimta stöðugleikann. Það er hins vegar ekki hlutverk áliðnaðar á Íslandi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun