Lífið

Tom og Katie sögð eiga von á öðru barni

versla fyrir dreng Katie Holmes og Tom Cruise sáust á dögunum eyða tugþúsundum dollara í húsgögn inn í drengjaherbergi.
versla fyrir dreng Katie Holmes og Tom Cruise sáust á dögunum eyða tugþúsundum dollara í húsgögn inn í drengjaherbergi. MYND/Getty

Hjónakornin Katie Holmes og Tom Cruise sáust á dögunum kaupa barnahúsgögn fyrir tugþúsundir dollara í West Hollywood. Húsögnin voru þó varla ætluð Suri, dóttur hjónanna, því þau voru greinilega ætluð strákum.

Parið keypti meðal annars blátt barnarúm og blá sængurföt, en samtals versluðu þau fyrir andvirði þriggja milljóna íslenskra króna.

Katie Holmes snýr bráðlega aftur til vinnu eftir fæðingarorlof sitt, og því er útlit fyrir að vinnutörnin gæti orðið stutt í þetta sinnið. Það er þó ekki víst að Katie beri barn undir belti, því hjónin hafa áður lýst yfir áhuga á ættleiðingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.